Fréttir

Ný lyf á markað 1. maí

Stutt samantekt um ný lyf á markaði 1. maí 2010

3.5.2010

Ný lyf

Fluconazole Portfarma hylki, hart, 50 mg og 150 mg. Flúkónazól tilheyrir flokki sveppalyfja sem kallast ímidazól. Það er notað til að meðhöndla og fyrirbyggja ýmsar sveppasýkingar. Lyfið er lyfseðilsskylt.

Nicotinell IceMint lyfjatyggigúmmí, 2 mg og 4 mg. Lyfið inniheldur nikótín og er notað sem hjálpartæki til að hætta að reykja. Það dregur úr nikótínþörf og fráhvarfseinkennum. Lyfið fæst án lyfseðils.

Ostacid filmuhúðuð tafla, 70 mg. Virkt innihaldsefni er natríumalendrónat. Það er í flokki bisfosfónata. Lyfið fyrirbyggir beinþynningu eftir tíðahvörf, og stuðlar að beinmyndun. Það er lyfseðilsskylt.

Ný dýralyf

Startvac stungulyf, fleyti. Startvac er bóluefni sem inniheldur óvirkjaðar Escherichia coli og Staphylococcus aureus bakteríur. Það er ætlað til hjarðónæmingar hjá heilbrigðum kúm og kvígum, hjá hjörðum mjólkurkúa með endurtekin júgurbólguvandamál, til að draga úr tíðni og alvarleika júgurbólgu. Lyfið er lyfseðilsskylt.

Suiseng Vet. stungulyf, dreifa. Suiseng Vet. er bóluefni ætlað svínum. Það inniheldur adhesín og toxóíð úr Escherichia coli og Clostridium toxóíð. Lyfið er lyfseðilsskylt.

 

Listi yfir lyf markaðssett 2010 er hér.Til baka Senda grein