Fréttir

Störf fyrir námsmenn

Lyfjastofnun ræður í 5 tímabundin störf fyrir námsmenn og atvinnuleitendur

10.5.2010

Félags- og tryggingamálaráðuneytið og Vinnumálastofnun hafa auglýst eftir umsóknum um störf við tímabundin átaksverkefni á vegum ráðuneyta og undirstofnana þeirra. Störfin eru opin öllum sem eru á atvinnuleysisskrá og námsmönnum sem eru milli anna eða skólastiga.

Opnað verður fyrir umsóknir á www.vmst.is miðvikudaginn 12. maí og er umsóknarfrestur til 19. maí.

Lyfjastofnun mun ráða í fimm störf sbr. auglýsingu Félags- og tryggingamálaráðuneytisins og Vinnumálastofnunar.

Markaðseftirlit með lyfjum (HR07 og HR08) Tvö störf

Hæfniskröfur:
Að hafa lokið að lágmarki 3. ári í lyfjafræði

Undanþáguheimildir (HR09) Eitt starf

Hæfniskröfur:
Að hafa lokið að lágmarki 3. ári í lyfjafræði

Úrvinnsluverkefni á eftirlitssviði (HR10) Eitt starf

Hæfniskröfur:
Að hafa lokið að lágmarki 3. ári í lyfjafræði

Úrvinnsluverkefni í lögfræðideild (HR11) Eitt starf

Hæfniskröfur:
Að hafa lokið að lágmarki 3. ári í lögfræði

 Til baka Senda grein