Fréttir

Tilkynning til markaðsleyfishafa

Eyðublað vegna skipta úr pappírs í rafræn skráningargögn eingöngu

19.5.2010

Frá og með 1. janúar 2010 var Lyfjastofnun í stakk búin til að taka við umsóknum um markaðsleyfi (skráningargögnum) sem eru eingöngu á rafrænu formi, þ.e. annað hvort eCTD eða NeeS.

Markaðsleyfishafar sem hafa áhuga á að skipta úr skráningargögnum á pappír yfir í rafræn skráningargögn eingöngu þurfa að fylla út eyðublað. Aðeins er hægt er að skipta úr pappír í rafræn skráningagögn við næstu skráningaraðgerð t.d. við innsending tegundar-breytingar, endurnýjunarumsóknar, PSUR skýrslu o.s.frv.

Sjá nánarTil baka Senda grein