Fréttir

Fundur Lyfjastofnunar um nýsköpun í lyfjamálum

Lyfjastofnun býður til fundar um nýsköpun í lyfjamálum í sal Bókasafns Seltjarnarness, Eiðistorgi miðvikudaginn 26. maí 2010 kl. 9-12

25.5.2010

Sérstakur gestur fundarins verður Per Helboe, sviðstjóri hjá dönsku lyfjastofnuninni, Lægemiddelstyrelsen. Erindi hans verður um aðferðir dönsku lyfjastofnunarinnar til að fjölga samheitalyfjum á markaði.

Þrjú önnur erindi verða á fundinum:

Rannveig Gunnarsdóttir, forstjóri Lyfjastofnunar. Nýsköpunarverkefni Lyfjastofnunar.

Guðrún Dóra Gísladóttir, lyfjafræðingur hjá Actavis: Samheitalyfjafyrirtæki með Ísland sem heimamarkað

Þorsteinn Ingi Sigfússon, prófessor og forstjóri Nýsköpunarmiðstöðvar ÍslandsTil baka Senda grein