Fréttir

Fundur Lyfjastofnunar um nýsköpun í lyfjamálum

Lyfjastofnun hélt fund um nýsköpun í lyfjamálum 26. maí

26.5.2010

Lyfjastofnun hélt fund um nýsköpun í lyfjamálum í sal Bókasafns Seltjarnarness, Eiðistorgi miðvikudaginn 26. maí sl.

Sérstakur gestur fundarins var Per Helboe, sviðsstjóri skráningarmála við dönsku lyfjastofnunina og prófessor við lyfjafræðideild Fundur_med_donsku_LS_021Kaupmannahafnar háskóla og talaði hann um hlutverk dönsku lyfjastofnunarinnar í að stækka samheitalyfjamarkaðinn í Danmörku.

Rannveig Gunnarsdóttir forstjóri talaði um hlutverk Lyfjastofnunar og möguleika hennar til nýsköpunar. Guðrún Dóra Gísladóttir sviðsstjóri skráningarsviðs Actavis flutti erindi um mikilvægi heimamarkaðar og aðgengi að öflugri lyfjastofnun fyrir útflutning lyfja. Lokaerindi fundarins flutti síðan Þorsteinn Ingi Sigfússon, prófessor og forstjóri Nýsköpunarmiðstöðvar og fjallaði hann um tækifæri í nýsköpun á lyfjamarkaði.

Sjá skyggnur flytjendaTil baka Senda grein