Fréttir

Lyfjasala og lyfjakostnaður eykst

Lyfjasala og lyfjakostnaður meiri á 1. ársfjórðungi 2010 en á sama tímabili 2009

1.6.2010

Á fyrsta ársfjórðungi 2010 seldust 3% fleiri skilgreindir dagskammtar (DDD) en á sama tímabili ársins 2009.

Heildarlyfjakostnaður á fyrsta ársfjórðungi 2010 var tæpir 6,6 milljarðar króna en var 2009 rúmir 6,4 milljarðar króna og hefur því hækkað um 2,7%.

Þrátt fyrir þessa aukningu dróst sala í stærsta lyfjaflokknum, hjarta- og æðasjúkdómalyfjum, saman um 8,1% reiknað í dagskömmtum. Heildarkostnaður þessa flokks reiknaður á smásöluverði með vsk. dróst saman um 20,5%.

Mestu fé vörðu Íslendingar í tauga- og geðlyf eða 1,9 milljörðum sem er 28,3% af heildarlyfjakostnaði 1. ársfjórðungs, reiknað á smásöluverði með vsk. Þetta er 7,5 aukning frá síðasta ári en 6,5% aukning reiknað í dagskömmtum.

Meðfylgjandi gögn ná yfir alla lyfjasölu, þ.e. gegn lyfseðli, til stofnana og án lyfseðils.Til baka Senda grein