Fréttir

Ný lyf á markað 1. júní

Stutt samantekt um ný lyf á markaði 1. júní 2010.

3.6.2010

Ný lyf

Flexbumin innrennslislyf, lausn, 200 g/l. Lyfið inniheldur manna albúmín. Það er notað til að auka og viðhalda vökvarúmmáli í blóðrás. Notkun lyfsins er bundin við sjúkrastofnanir.

Paclitaxel Actavis innrennslisþykkni, lausn, 6 mg/ml. Paklítaxel er krabbameinslyf. Það stöðvar frumuskiptingu og er notað við ýmsum krabbameinum. Notkun lyfsins er bundin við sjúkrastofnanir og aðeins sérfræðingar í krabbameinslækningum og kvensjúkdómum mega ávísa því.

Prograf hylki, hart, 0,5 mg, 1 mg og 5 mg. Virka efnið í Prograf nefnist tacrolimus. Það er ónæmisbælandi og er notað fyrirbyggjandi gegn líffærahöfnun hjá ósamgena lifrar-, nýrna- eða hjartaþegum og gegn höfnun eftir ósamgena ígræðslu hjá sjúklingum sem ekki svara meðferð með öðrum ónæmisbælandi lyfjum. Ávísun lyfsins er bundin við sérfræðinga sem hafa reynslu af meðferð sjúklinga eftir líffæraígræðslu.

Ný samhliða innflutt lyf

Zoladex (DAC) vefjalyf, 3,6 mg.

Zoladex LA (DAC) vefjalyf, 10,8 mg.

Nýtt lyfjaform

Taxotere innrennslisþykkni, lausn, 20 mg og 80 mg.

Nýtt dýralyf

Morphasol handa hundum og köttum stungulyf, lausn. Virka efnið heitir bútorfanól. Það er notað til að draga úr kviðverkjum hjá hundum og köttum. Einnig sem róandi lyf hjá hundum samtímis medetómidíni. Lyfið er lyfseðilsskylt.

 

Listi yfir lyf markaðssett 2010 er hér.

Til baka Senda grein