Fréttir

Ný lyf á markað 1. ágúst

Stutt samantekt um ný lyf á markaði 1. ágúst 2010.

3.8.2010

Ný lyf

Gabapentin Ranbaxy filmuhúðuð tafla, 600 mg. Gabapentín er notað til meðferðar við ýmsum tegundum flogaveiki og við langvarandi verkjum sem orsakast af taugaskemmdum. Lyfið er lyfseðilsskylt.

Multaq filmuhúðuð tafla, 400 mg. Multaq inniheldur virka efnið drónedarón. Lyfið er notað hjá þeim sem hafa fengið eða eru með hjartsláttartruflanir (óreglulegan hjartslátt - gáttatif). Lyfið er lyfseðilsskylt.

Mykofenolatmofetil Actavis filmuhúðuð tafla, 500 mg. Mykofenolatmofetil er í flokki lyfja sem kallast ónæmisbælandi lyf. Lyfið er ætlað til nota samhliða ciklósporíni og barksterum fyrirbyggjandi gegn bráðri höfnun á ígræðslu hjá sjúklingum sem fá ósamgena nýrna-, hjarta- eða lifrarígræðslu. Ávísun lyfsins er bundin við sérfræðinga í nýrna- hjarta- eða lifrarsjúkdómum.

Nicorette Whitemint lyfjatyggigúmmí, 2 mg og 4 mg. Lyfið inniheldur nikótín og er notað sem hjálpartæki til að hætta að reykja. Það dregur úr nikótínþörf og fráhvarfseinkennum. Lyfið fæst án lyfseðils.

Sildenafil Actavis filmuhúðuð tafla, 50 mg og 100 mg. Sildenafil tilheyrir flokki lyfja, sem nefndur er fosfótvíesterasahemlar af gerð 5 (PDE5). Það verkar með því að slaka á æðum í getnaðarlim þannig að blóð geti streymt inn í liminn við kynferðislega örvun. Lyfið er ætlað karlmönnum með ristruflanir. Það er lyfseðilsskylt.

Topiramat Actavis filmuhúðuð tafla, 25 mg, 50 mg og 100 mg. Topiramat er flogaveikilyf. Það er notað eitt sér eða með öðrum lyfjum til að meðhöndla flog. Það er einnig notað til að fyrirbyggja höfuðverk af völdum mígrenis. Lyfið er lyfseðilsskylt.

Vigamox augndropar, lausn, 5 mg/ml. Virka efnið í Vigamox nefnist moxifloxasín sem er sýkingalyf í flokki flúórókínólóna. Lyfið er notað við  bakteríusýkingum í augum (tárubólgu). Það er lyfseðilsskylt.

     

Nýtt samhliða innflutt lyf

Vizarsin (Lyfis) filmuhúðuð tafla, 50 mg og 100 mg.

  

Nýtt lyfjaform

Ebixa dropar til inntöku, lausn, 10 mg/g.

    

Ný dýralyf

Alvegesic vet. stungulyf, lausn, 10 mg/ml. Virka efnið heitir bútorfanól. Lyfið er notað sem verkjastillandi og róandi fyrir hross, hunda og ketti. Það er lyfseðilsskylt.

Improvac stungulyf, lausn, 300 míkróg. Lyfið inniheldur GnRF hliðstæðu samtengda próteini (Gonadotropin releasing factor analogue-protein conjugate). Það er notað sem valkostur við geldingu til þess að minnka galtarlykt (boar taint) af völdum andróstenóns. Lyfið er lyfseðilsskylt.

     

Listi yfir lyf markaðssett 2010 er hér.Til baka Senda grein