Fréttir

Lyfjastofnun Evrópu, EMA endurmetur notkun á lyfjum sem innihalda ketóprófen og ætluð eru til útvortis notkunar

Í ályktun sérfræðinganefndar Lyfjastofnunar Evrópu um lyf fyrir menn, CHMP, kemur fram að kostir lyfja sem innihalda ketóprófen og ætluð eru til útvortis notkunar vegi upp mögulega áhættu við notkun.

9.8.2010

Ketóprófen er bólgueyðandi gigtarlyf (NSAID) og ætlað til staðbundinnar meðhöndlunar á verkjum vegna yfirborðsáverka.

Endurmatið tengist auknu ljósnæmi húðar, sérstaklega þegar lyfið er notað samtímis októkrýleni sem oft er í sólarvarnarvöru.

Sérfræðinganefndin komst að þeirri niðurstöðu að hættan á alvarlegri ljósnæmni af völdum lyfsins sé mjög lítil, eitt tilfelli af hverri milljón meðhöndlaðra og áhættuna megi minnka með markvissri ráðgjöf og með því að hafa lyfið lyfseðilsskylt.

Notendum lyfja sem innihalda ketóprófen og ætluð eru til útvortis notkunar er ráðlagt að:

  • forðast sólarljós á meðan meðferð stendur yfir og í tvær vikur eftir að henni líkur
  • þvo hendur eftir að hafa borið lyfið á
  • hætta notkun ef vart verður við útbrot

Lyf á Íslandi sem inniheldur ketóprófen og ætlað er til útvortis notkunar er Orudis hlaup.Til baka Senda grein