Fréttir

Lyfjastofnun Evrópu ályktar um forðalyf til inntöku sem innihalda ópíóíða

Kostir forðalyfja til inntöku sem innihalda ópíóíða vega þyngra en áhættan við notkun þeirra.

17.8.2010

Lyfjastofnun Evrópu hefur lokið athugun á forðalyfjum til inntöku sem innihalda ópíóíða (verkjalyf í flokki III samkvæmt skilgreiningu Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar, WHO).

Sérfræðinefnd stofnunarinnar um lyf fyrir menn, CHMP, lítur svo á að kostir umræddra lyfja vegi þyngra en áhættan við notkun þeirra. Þó beri að vara sérstaklega við milliverkun þessara lyfja við áfengi.

Nefndin mælir með að markaðsleyfi þeirra forðalyfja sem hafa polymethacrylate-triethylcitrate forðakerfi verði innkölluð tímabundið þar til framleiðendur hafa breytt samsetningu þannig að lyfin verði stöðugri í alkóhóli.

Forðalyf til inntöku sem innihalda ópíóíða eru sterk verkjalyf sem notuð eru þegar önnur verkjalyfjameðferð dugar ekki. Virkt efni þeirra losnar hægt og fækkar því skömmtum sem taka þarf á sólarhring. Í þessum flokki lyfja eru m.a. morfín, oxýkódón og hýdrómorfón.

Sjá fréttatilkynningu Lyfjastofnunar Evrópu.Til baka Senda grein