Fréttir

Veldur bólusetning við svínaflensu svefnflogum?

Grunur um að samhengi sé milli bólusetningar við inflúensu af stofni H1N1 (svínaflensu) og tilfella um svefnflog.

26.8.2010

Sænska lyfjastofnunin er að athuga hvort samhengi geti verið milli bólusetningar við inflúensu af stofni H1N1 með Pandemrix og svefnflogum (narcolepsi). Tólf tilfelli um svefnflog hafa greinst í Svíþjóð hjá börnum sem bólusett höfðu verið með Pandemrix.

Tilfelli um svefnflog hafa einnig verið tilkynnt í Finnlandi, Noregi, Þýskalandi og Frakklandi.

Engin slík tilfelli hafa verð tilkynnt á Íslandi.

Lyfjastofnun Evrópu hefur tekið málið til skoðunar.Til baka Senda grein