Viðvörun vegna kraftaverkalausnarinnar MMS (Miracle Mineral Solution)
Lyfjastofnun vill af gefnu tilefni ítreka viðvörun við svokallaðri kraftaverkalausn (MMS) sem fáanleg er á netinu.
Lyfjastofnun birti frétt 12. janúar síðastliðinn þar sem Eitrunarmiðstöð Landspítalans vakti athygli á því að hægt er að kaupa á netinu svokallaða „kraftaverkalausn“ MMS (Miracle Mineral Solution) sem valdið getur alvarlegum veikindum og jafnvel dauða.