Fréttir

Dýralyf seld yfir leyfilegu hámarksverði

2.11.2010

Lyfjastofnun fór þann 1. október sl. í verðeftirlit í fimm lyfjasölur dýralækna á höfuðborgarsvæðinu.

Lyfjastofnun hefur á undanförnum mánuðum farið í eftirlit til dýralækna sem reka lyfjasölur og í mörgum tilvikum hefur komið í ljós að lyf hafa verið seld á hærra verði en leyfilegt er. Vegna þessa sendi Lyfjastofnun í júlí sl. dreifibréf til allra dýralækna þar sem áréttaðar voru reglur um verðlagningu lyfja, sér í lagi að óheimilt væri að selja lyf á hærra verði en gildandi lyfjaverðskrá kveður á um.

Tilgangur eftirlitsins 1. október sl. var að kanna hvort lyf hefðu verið seld yfir hámarksverði í lyfjasölum dýralæknanna.

Niðurstöður eftirlitsins voru þær að í fjórum af fimm lyfjasölum dýralækna höfðu dýralyf á undanförnum mánuðum verið seld á hærra verði en leyfilegu hámarksverði miðað við gildandi lyfjaverðskrá á hverjum tíma.

Lyfjastofnun vill koma því á framfæri að á heimasíðu lyfjagreiðslunefndar lgn.is er að finna gildandi lyfjaverðskrá og þar er hámarksverð lyfja tilgreint.



Til baka Senda grein