Fréttir

Ný lyf á markað 1. nóvember 2010

Stutt samantekt um ný lyf á markaði 1. nóvember 2010.

2.11.2010

Ný lyf

Aspirin Actavis tafla, 300 mg. Virka efnið, acetýlsalicýlsýra, er verkjastillandi, bólgueyðandi og hitalækkandi. Lyfið fæst án lyfseðils.

Firmagon stungulyfsstofn og leysir, lausn, 80 mg og 120 mg. Firmagon inniheldur degarelix sem er samtengdur hormónablokki. Það líkir eftir náttúrulegu hormóni (gónadótrópín-leysihormón, GnRH) og blokkar áhrif þess. Lyfið er notað við blöðruhálskirtilskrabbameini. Notkun lyfsins er bundin við sjúkrastofnanir og einungis sérfræðingar í þvagfæraskurðlækningum og krabbameinslækningum mega ávísa því.

Lopress Comp filmuhúðuð tafla, 50/12,5 mg og 100/25 mg. Lopress Compinniheldur tvö virk efni, lósartan sem er angíótensín II viðtaka blokki og hýdróklórtíazíð sem er þvagræsilyf. Lyfið er notað við háum blóðþrýstingi. Það er lyfseðilsskylt.

Nýir styrkleikar

Advagraf forðahylki, hart, 3 mg.

Aranesp stungulyf, lausn, 130 míkróg/sprautu.

Voltaren endaþarmsstíll, 50 mg.

 

Listi yfir lyf markaðssett 2010 er hér.Til baka Senda grein