Fréttir

Avandia og Avandamet tekin af markaði

GSK á Íslandi hefur innkallað sykursýkilyfin Avandia og Avandamet.

4.11.2010

Markaðsleyfi lyfja sem innihalda rosiglitazón hefur verið fellt niður tímabundið á Evrópska efnahagssvæðinu (EES). Ástæðan er aukin hætta á hjarta- og æðasjúkdómum hjá þeim sem taka lyfið.

Niðurfellingin gildir einnig fyrir lyfið Avaglim en það hefur ekki verið á markaði á Íslandi.

Fréttatilkynning á vef Lyfjastofnunar Evrópu

Til baka Senda grein