Fréttir

Ný lyf á markað 1. febrúar 2020

Stutt samantekt um ný lyf sem komu á markað 1. febrúar 2020

26.2.2020

Ný lyf á markað 1. febrúar 2020

Pixuvri

Pixuvri stofn fyrir innrennslisþykkni, lausn. Hvert hettuglas inniheldur pixantrón dímaleat sem samsvarar 29 mg af pixantróni. Pixuvri er ætlað sem einlyfjameðferð fyrir fullorðna sjúklinga með B-frumu eitilæxli önnur en Hodgkins-sjúkdóm sem margoft hafa tekið sig upp eða eru illvíg og svara ekki meðferð. Ávinningur af meðferð með pixantróni hefur ekki verið staðfestur þegar það er notað sem fimmta eða síðari krabbameinsmeðferð hjá sjúklingum sem hafa ekki reynst svara síðustu meðferð. Lyfið inniheldur u.þ.b. 1 g af natríum í skammti eftir þynningu. Sjúklingar á natríumskertu mataræði þurfa að hafa þetta í huga. Pixuvri er lyfseðilsskylt frumlyf og er notkun þess bundin við sjúkrahús og heilbrigðisstofnanir.

Til baka Senda grein