Fréttir

Ný lyf á markað 1. janúar 2020

Stutt samantekt um ný lyf sem komu á markað 1. janúar 2020.

30.1.2020

Ný lyf á markað 1. janúar 2020

 

Fixopost, augndropar, lausn í stakskammtaíláti. Hver ml af lausn inniheldur latanoprost 50 míkróg og timololmaleat sem jafngildir 5 mg timolol. Lyfið er notað til lækkunar augnþrýstings hjá sjúklingum með gleiðhornsgláku og hækkaðan augnþrýsting, sem svara ekki nægilega vel staðbundinni meðferð með beta-blokkum eða prostaglandínhliðstæðum. Lyfið er blendingslyf (e. hybrid medicine) og byggir hluti markaðsleyfis lyfsins á gögnum um lyfið Xalcom. Lyfið er lyfseðilsskylt.

 

Mycofenolsýra Accord, magasýruþolnar töflur. Hver tafla inniheldur 180 mg eða 360 mg mýkófenólsýru (sem mýkófenólatnatríum). Lyfið er ætlað til fyrirbyggjandi notkunar samhliða ciklósporíni og barksterum gegn bráðri höfnun á ígræðslu hjá fullorðnum sjúklingum sem fá ósamgena nýrnaígræðslu.. Lyfið er samheitalyf lyfsins Myfortic og er lyfseðilsskylt. Ákvörðun um notkun og meðferð með Mycofenolsýra Accord á að vera í höndum sérfræðinga um ígræðslur.

Til baka Senda grein