Fréttir

Ný lyf á markað 1. desember 2018

Stutt samantekt um ný lyf sem komu á markað 1. desember 2018.

21.12.2018

Ný lyf sem komu á markað 1.desember 2018

Aimovig, stungulyf, lausn í áfylltum lyfjapenna. Hver áfylltur lyfjapenni inniheldur 70 mg erenumab. Erenumab er að fullu einstofna IgG2 mannamótefni sem framleitt er með DNA raðbrigðaerfðatækni í eggjastokkafrumum kínverskra hamstra. Lyfið er ætlað sem fyrirbyggjandi meðferð við mígreni hjá fullorðnum með minnst 4 mígrenisdaga í mánuði. Lyfið er undir sérstöku eftirliti til að nýjar upplýsingar um öryggi lyfsins komist fljótt og örugglega til skila. Heilbrigðisstarfsmenn eru hvattir til að tilkynna allar aukaverkanir sem grunur er um að tengist lyfinu. Ávísun lyfsins er bundin við sérfræðinga í taugasjúkdómum. Lyfið er lyfseðilsskylt og er frumlyf.

Cinqaero, innrennslisþykkni, lausn. Hver ml af af þykkni inniheldur 10 mg af reslizumabi (10 mg/ml). Hvert 2,5 ml hettuglas inniheldur 25 mg af reslizumabi og hvert 10 ml hettuglas inniheldur 100 mg af reslizumabi. Reslizumab er einstofna mótefni aðlagað mönnum, framleitt í mergæxlisfrumum músa með raðbrigða DNA tækni. Lyfið er ætlað sem viðbótarmeðferð hjá fullorðnum sjúklingum með alvarlegan astma ásamt rauðkyrningageri sem ekki hefur náðst að meðhöndla fyllilega þrátt fyrir stóra skammta af barksterum til innöndunar, auk annars lyfs til viðhaldsmeðferðar. Lyfið er undir sérstöku eftirliti til að nýjar upplýsingar um öryggi lyfsins komist fljótt og örugglega til skila. Heilbrigðisstarfsmenn eru hvattir til að tilkynna allar aukaverkanir sem grunur er um að tengist lyfinu. Lyfið er sjúkrahúslyf og er lyfseðilsskylt. Lyfið er frumlyf.

Eplerenon Krkra, filmuhúðaðar töflur. Hver filmuhúðuð tafla inniheldur 25 mg eða 50 mg af eplerenoni. Lyfið er ætlað:

  • til viðbótar við hefðbundna meðferð, þ.m.t. beta-blokka, til að draga úr hættu á hjarta- og æðasjúkdómum, og dauðsföllum af þeirra völdumAth hjá sjúklingum í stöðugu ástandi með vanstarfsemi í vinstri slegli (LVEF<40%) og klínísk einkenni um hjartabilun eftir nýlegt hjartadrep.
  • til að draga úr líkum á hjarta- og æðasjúkdómum, og dauðsföllum af þeirra völdum, hjá fullorðnum sjúklingum með hjartabilun í NYHA flokki II (langvinna) og slagbilsvanstarfsemi í vinstri slegli (LVEF≤30%) til viðbótar hefðbundinni ákjósanlegustu meðferð.

Lyfið er lyfseðilsskylt og samheitalyf lyfsins Inspra.

Ezetimibe ratiopharm, töflur. Hver tafla inniheldur 10 mg af ezetimíbi. Lyfið er ætlað til notkunar gegn frumkominni kólesterólhækkun, sem einlyfjameðferð ásamt ákveðnu mataræði fyrir sjúklinga með arfblendna ættgenga kólesterólhækkun, til þess að fyrirbyggja hjarta- og æðasjúkdóma, arfhreinni ættgenginni kólesterólhækkun og arfhreinni sítósterólhækkun. Lyfið er lyfseðilsskylt og er samheitalyf lyfsins Ezetrol.

Fasenra, stungulyf, lausn í áfylltri sprautu. Hver sprauta inniheldur 30 mg benralizumab í 1 ml. Benralizumab er einstofna mótefni aðlagað mönnum, framleitt í eggjastokkafrumum kínverskra hamstra með raðbrigðaerfðatækni. Lyfið er ætlað sem viðbótarviðhaldsmeðferð hjá fullorðnum sjúklingum með alvarlegan rauðkyrningaastma sem ekki hefur náðst nægjanleg stjórn á þrátt fyrir háskammtameðferð með barksterum til innöndunar ásamt langverkandi beta-örvum. Lyfið er undir sérstöku eftirliti til að nýjar upplýsingar um öryggi lyfsins komist fljótt og örugglega til skila. Heilbrigðisstarfsmenn eru hvattir til að tilkynna allar aukaverkanir sem grunur er um að tengist lyfinu. Lyfið er sjúkrahúslyf og er lyfseðilsskylt. Lyfið er frumlyf.

Glitinum, hörð hylki. Hvert hart hylki inniheldur 100 mg þurrkaða Tanacetum parthenium (L.) Schulz Bip., (glitbrá) jurt, sem jafngildir 100 mg af þurrkaðri glitbrá. Lyfið er notað til að fyrirbyggja mígreni eftir að alvarleg veikindi hafa verið útilokuð af lækni. Lyfið er jurtalyf sem hefð er fyrir og er lausasölulyf.

Kanjinti, stofn fyrir innrennslisþykkni, lausn. Eitt hettuglas inniheldur 150 mg af trastuzúmabi, IgG1 einstofna mótefni aðlagað mönnum, sem framleitt er í spendýrafrumurækt úr eggjastokkum kínverskra hamstra og hreinsað með sækniskiljun og jónaskiptum, þar á meðal með sértækri veiruóvirkjun og brottnámi. Lyfið er ætlað til meðferðar við brjóstakrabbameini með meinvörpum, brjóstakrabbameini án meinvarpa og magakrabbameini með meinvörpum. Lyfið er undir sérstöku eftirliti til að nýjar upplýsingar um öryggi lyfsins komist fljótt og örugglega til skila. Heilbrigðisstarfsmenn eru hvattir til að tilkynna allar aukaverkanir sem grunur er um að tengist lyfinu. Lyfið er sjúkrahúslyf og er lyfseðilsskylt. Lyfið er líftæknilyfshliðstæða lyfsins Herceptin.

Lenvima, hörð hylki. Hvert hart hylki inniheldur 4 mg eða 10 mg af lenvatinibi (sem mesilat). Lyfið er ætlað sem einlyfjameðferð hjá fullorðnum sjúklingum með ágengt sérhæft (e. differentiated) skjaldkirtilskrabbamein (totukrabbamein/skjaldbúskrabbamein/ Hürthlefrumukrabbamein) sem er ífarandi staðbundið eða með meinvörpum, og svarar ekki meðferð með geislavirku joði. Lyfið er einnig ætlað sem einlyfjameðferð til meðferðar hjá fullorðnum sjúklingum með langt gengið eða óskurðtækt lifrarfrumukrabbamein sem hafa ekki áður fengið altæka meðferð. Lyfið er undir sérstöku eftirliti til að nýjar upplýsingar um öryggi lyfsins komist fljótt og örugglega til skila. Heilbrigðisstarfsmenn eru hvattir til að tilkynna allar aukaverkanir sem grunur er um að tengist lyfinu. Ávísun lyfsins er bundin við sérfræðinga í krabbameinslækningum. Lyfið er sjúkrahúslyf og er lyfseðilsskylt. Lyfið er frumlyf.

Ocaliva, filmuhúðaðar töflur. Hver filmuhúðuð tafla inniheldur 5 mg eða 10 mg af obetikólínsýru. Lyfið er ætlað til meðferðar við frumkominni gallrásarbólgu (einnig þekkt sem frumkomin gallskorpulifur) í samsettri meðferð með ursodeoxýkólínsýru (UDCA) hjá fullorðnum sem sýna ófullnægjandi svörun við UDCA, eða sem einlyfjameðferð hjá fullorðnum sem ekki þola UDCA. Lyfið er undir sérstöku eftirliti til að nýjar upplýsingar um öryggi lyfsins komist fljótt og örugglega til skila. Heilbrigðisstarfsmenn eru hvattir til að tilkynna allar aukaverkanir sem grunur er um að tengist lyfinu. Lyfið er lyfseðilsskylt og er frumlyf.

Thiamazole Uni-Pharma, töflur. Hver tafla inniheldur 5 mg thiamazol. Lyfið er ætlað sem meðferð á ofvirkni skjaldkirtils hjá fullorðnum, unglingum og börnum frá 3 ára aldri. Lyfið er lyfseðilsskylt og er samheitalyf.

Valganciclovir Teva, filmuhúðaðar töflur. Hver tafla inniheldur 496,3 mg af valganciclovirhýdróklóríði, samsvarandi 450 mg af valgancicloviri. Lyfið er ætlað til upphafs- og viðhaldsmeðferðar við sjónubólgu af völdum cýtómegalóveiru (CMV) hjá fullorðnum með alnæmi (AIDS). Lyfinu er einnig ætlað að fyrirbyggja cýtómegalóveirusjúkdóm hjá CMV-neikvæðum fullorðnum og börnum (frá fæðingu til 18 ára aldurs) sem fengið hafa líffæraígræðslu frá CMV-sýktum líffæragjafa. Lyfið er sjúkrahúslyf og er lyfseðilsskylt. Lyfið er samheitalyf lyfsins Valcyte.

Til baka Senda grein