Fréttir

Ný lyf á markað 1. febrúar 2019

Stutt samantekt um ný lyf sem komu á markað 1. febrúar 2019.

12.2.2019

Ný lyf á markað 1.febrúar 2019

Lyf fyrir menn

Gemcitabine WH, innrennslisstofn, lausn. Eitt hettuglas inniheldur gemcitabinhýdróklóríð sem samsvarar 1000 mg af gemcitabini. Gemcitabine WH inniheldur 17,5 mg af natríum í hverju 1000 mg hettuglasi, þ.e.a.s. er næstum natríumlaust. Lyfið er ætlað til meðferðar mismunandi krabbameina. Lyfið er samheitalyf frumlyfsins Gemzar. Lyfið er lyfseðilsskylt og er sjúkrahúslyf.

Imatinib Teva, filmuhúðaðar töflur. Hver filmuhúðuð tafla inniheldur 400 mg af imatinib (sem mesilat). Lyfið er ætlað við ýmsum gerðum krabbameina. Ávísun lyfsins er bundin við sérfræðinga í krabbameinslækningum og blóðsjúkdómum. Lyfið er samheitalyf lyfsins Glivec og er lyfseðilsskylt.

Kenacort-T, stungulyf, dreifa. 1 ml inniheldur 40 mg af triamcinolonacetonid. Kenacort T inniheldur benzylalkóhól sem rotvarnarefni. Benzylalkóhól getur valdið eiturverkunum og ofnæmisviðbrögðum hjá ungbörnum og börnum að 3 ára aldri. Lyfið inniheldur minna en 1 mmól natríum (23 mg) í hverjum skammti, þ.e. er svo til natríumfrítt. Lyfið er ætlað til notkunar þegar óskað er eftir bólgueyðandi og ónæmisbælandi áhrifum, svo sem við iktsýki og húðsjúkdómum. Lyfið er einnig notað sem sykursterameðferð til inndælingar og við ofnæmisnefkvefi (e. allergic rhinitis) og ofnæmisastma. Lyfið er lyfseðilskylt og er frumlyf.

Midazolam Accord, stungulyf/innrennslislyf, lausn. Hver ml af stungulyfi/innrennslislyfi, lausn inniheldur 1 mg eða 5 mg af mídazólami (sem mídazólamhýdróklóríð). Lyfið inniheldur minna en 1 mmól (23 mg) af natríum í hverri skammtaeiningu, þ.e.a.s. er sem næst natríumlaust. Lyfið er meðal annars notað sem róandi fyrir sjúklinga með meðvitund, t.d. við rannsóknir eða í aðgerð. Einnig fyrir svæfingu, og sem róandi lyf á gjörgæsludeildum. Lyfið er samheitalyf lyfsins Dormicum. Lyfið er lyfseðilsskylt og er sjúkrahúslyf.

Nystatin Orifarm, mixtúra, dreifa. 1 ml inniheldur 100.000 a.e. af nystatini. Nystatin Orifarm innheldur Metylparahydroxybenzoat sem getur valdið ofnæmisviðbrögðum (hugsanlega seinkuðum). Lyfið inniheldur einnig 1,2 mg natríum í hverjum ml af mixtúru, dreifu, sem er minna en 23 mg í hverjum skammti, þ.e. lyfið er nær natríumlaust. Lyfið er ætlað til notkunar við Candidasveppasýkingu í munni og þörmum og sem viðbótarmeðferð með öðrum staðbundnum lyfjum sem innihalda nystatin til að fyrirbyggja endursýkingu. Lyfið er samheitalyf lyfsins Mycostatin 100.000 a.e./ml mixtúru, en markaðsleyfi þess hefur verið fellt niður á Íslandi. Lyfið er lyfseðilsskylt.

Prednisolon EQL Pharma, töflur. Hver tafla inniheldur 5 mg af prednisoloni. Lyfið inniheldur mjólkursykur (laktósa). Ef óþol fyrir sykrum hefur verið staðfest, skal hafa samband við lækni áður en lyfið er tekið inn. Lyfið er notað í ósértækri meðferð þegar um er að ræða ástand þar sem þörf er á bólgueyðandi og ónæmisbælandi verkun prednisolons, t.d. í iktsýki og rauðum úlfum. Það er einnig notað í meðferð við æxlum, í sumum tilfellum þegar um bráðahvítblæði er að ræða, í meðferð við eitilæxlum, brjóstakrabbameini og blöðruhálskirtilskrabbameini. Lyfið ersamheitalyf lyfsins Prednisolon Pfizer sem hefur ekki markaðsleyfi á Íslandi. Lyfið er lyfseðilsskylt.

Dýralyf

Slice Vet., Forblanda fyrir lyfjablandað fóður. Hvert gramm inniheldur 2,0 mg af emamectin benzoati og 0,1 mg af bútýltengdu hydroxýanisoli sem rotvarnarefni. Lyfið er ætlað til meðferðar gegn sælúsum (Lepeophtheirus sp. og Caligus sp.) á öllum sníklastigum, og til að koma í veg fyrir að þær taki sér bólfestu á atlantshafslaxi (Salmo salar) á mismunandi þroskastigi, allt frá gönguseiðum í ferskvatni (áður en þau eru flutt í sjó) til fiska í sjó sem hafa náð markaðsþyngd. Lyfið er lyfseðilsskylt og er frumlyf.

Til baka Senda grein