Fréttir

Ný lyf á markað 1. júní 2018

Stutt samantekt um ný lyf sem komu á markað 1. júní 2018

15.6.2018

Ný lyf sem komu á markað 1.júní 2018

Bupredine vet, stungulyf, lausn handa hundum, köttum og hestum. 1 ml inniheldur 0,324 mg af búprenorfínhýdróklóríði sem jafngildir 0,3 mg af búprenorfíni. Hjálparefni með þekkta verkun er klórkresól. Lyfið er ætlað til verkjastillingar eftir aðgerð hjá hundum og köttum, til verkjastillingar eftir aðgerð samhliða meðferð með slævandi lyfjum hjá hestum og til að auka verkun slævandi lyfja með miðlæga verkun hjá hundum og hestum. Lyfið er lyfseðilsskylt og eftirritunarskylt.

Buprenorphine ratiopharm, forðaplástrar. Í hverjum forðaplástri eru 5, 10 eða 20 mg af búprenorfíni í 6,25 cm2, 12,5 cm2 eða 25 cm2 sem losar 5, 10 eða 20 míkrógrömm af búprenorfíni á klukkustund á 7 daga tímabili. Lyfið er ætlað meðferðar á meðalmiklum verk vegna góðkynja sjúkdóms þegar ópíóíði er nauðsynlegur til að ná fram viðunandi verkjastillingu. Lyfið hentar ekki til meðferðar við bráðaverkjum og er ætlað fullorðnum. Lyfið er lyfseðilsskylt og eftirritunarskylt.

Cefazolina Normon, 1 g stungulyfsstofn og leysir, lausn, til inndælingar í vöðva og Cefazolina Normon 1 g stungulyfsstofn og leysir, lausn til inndælingar í bláæð. Hjálparefni með þekkta verkun er natríum. Cefazólín er ætlað til meðferðar á sýkingum af völdum næmra örvera. Lyfið er sjúkrahúslyf og lyfseðilsskylt.

Ceftriaxona Normon, stungulyfsstofn og leysir, lausn. Hvert hettuglas inniheldur 1000 mg af ceftríaxóni sem ceftríaxónnatríum. Hjálparefni með þekkta verkun er natríum. Lyfið er ætlað til meðferðar við alvarlegum sýkingum af völdum örvera sem eru næmar fyrir ceftríaxóni. Einnig er lyfið notað í fyrirbyggjandi meðferð eftir skurðaðgerð, í smitandi eða hugsanlega mengaðri skurðaðgerð, aðallega hjarta- og æðaskurðaðgerð, þvagfæra- og ristilskurðaðgerð. Lyfið er sjúkrahúslyf og lyfseðilsskylt.

Ceftriaxona Normon, innrennslisstofn og leysir, lausn. Hvert hettuglas inniheldur 2000 mg af ceftríaxóni sem ceftríaxónnatríum. Hjálparefni með þekkta verkun er natríum. . Lyfið er ætlað til meðferðar við alvarlegum sýkingum af völdum örvera sem eru næmar fyrir ceftríaxóni. Einnig er lyfið notað í fyrirbyggjandi meðferð eftir skurðaðgerð, í smitandi eða hugsanlega mengaðri skurðaðgerð, aðallega hjarta- og æðaskurðaðgerð, þvagfæra- og ristilskurðaðgerð. Lyfið er sjúkrahúslyf og lyfseðilsskylt.

Dropizol, dropar, lausn. 1 ml af vökva til inntöku inniheldur 1 ml af dropalyfi úr Papaver somniferum L., succus siccum (hráópíumi) sem samsvarar 10 mg af morfíni. Hjálparefni með þekkta verkun er etanól. Dropizol er ætlað við alvarlegum niðurgangi svo sem niðurgangi af völdum krabbameinslyfja, geislunar eða taugainnkirtlaæxlum þegar önnur stoppandi meðferð hefur ekki borið nægilegan árangur. Lyfið er eftirritunarskylt og er ávísun lyfsins bundin við sérfræðinga í krabbameinslækningum. Lyfið er lyfseðilsskylt.

Dutasteride ratiopharm, mjúk hylki. Hvert hylki inniheldur 0,5 mg af dutasteridi. Lyfið er ætlað til meðferðar við miðlungi miklum til verulegum einkennum af völdum góðkynja stækkunar á blöðruhálskirtli. Lyfinu er einnig ætlað að draga úr hættu á bráðri þvagteppu (acute urinary retention) og þörf fyrir skurðaðgerð hjá sjúklingum með miðlungi mikil til veruleg einkenni af völdum góðkynja stækkunar á blöðruhálskirtli. Lyfið er lyfseðilsskylt.

Elvanse Adult, hörð hylki. Hvert hylki inniheldur 30, 50 eða 70 mg lísdexamfetamíntvímesýlat, sem jafngildir 8,9 , 14,8 eða 20,8 mg af dexamfetamíni. Lyfið er ætlað sem hluti af alhliða meðferðaráætlun við athyglisbresti/ofvirkni (ADHD) hjá fullorðnum. Lyfið er undir sérstöku eftirliti til að nýjar upplýsingar um öryggi lyfsins komist fljótt og örugglega til skila. Heilbrigðisstarfsmenn eru hvattir til að tilkynna allar aukaverkanir sem grunur er um að tengist lyfinu. Lyfið er eftirritunarskylt og lyfseðilsskylt.

Enstilar, húðfroða. Eitt gramm af húðfroðu inniheldur 50 míkrógrömm af kalsípótríóli sem einhýdrat og 0,5 mg af betametasóni sem tvíprópíónat. Hjálparefni með þekkta verkun er bútýlhýdroxýtólúen. Lyfið er notað í staðbundinni meðferð við skellusóra (psoriasis vulgaris) hjá fullorðnum. Lyfið er lyfseðilsskylt.

Sefitude, húðaðar töflur. Hver húðuð tafla inniheldur 445 mg af útdrætti (sem þurr útdráttur) úr Valeriana officinalis L., radix (garðabrúðurót). Leysir til útdráttar: etanól 70% (V/V). Hjálparefni með þekkta verkun eru súkrósi og maltódextrín. Lyfið er ætlað til að draga úr vægum kvíða og svefntruflunum. Lyfið er lausasölulyf.

Til baka Senda grein