Ný lyf á markað 1. nóvember 2017

 Fimm ný lyf komu á markað 1. nóvember 2017

 

Dermanolon vet., húðúði, lausn handa hundum og köttum. Hver ml inniheldur virku efnin tríamkínólónasetóníð 1,77 mg og salisýlsýru 17,7 mg. Hjálparefni er benzalkónklóríð. Lyfið er ætlað við meðferðar við einkennum flösuexems í hundum og köttum. Lyfið er lyfseðilsskylt.

Lyngonia, filmuhúðuð tafla. Hver filmuhúðuð tafla inniheldur 361-509 mg af útdrætti (sem þurr útdráttur) úr Arctostaphylos uva-ursi (L.) Spreng., folium (sortulyngslauf). Hjálparefni með þekkta verkun er laktósi. Lyfið er jurtalyf sem hefð er fyrir og er notað til að draga úr einkennum vægrar, endurtekinnar sýkingar í neðri hluta þvagfæra, svo sem brunatilfinningu við þvaglát og/eða auknum þvaglátum hjá konum, eftir að alvarleg veikindi hafa verið útilokuð af lækni. Tilgreinda ábendingin fyrir notkun þess er eingöngu byggð á langri sögu um notkun lyfsins. Lyfið er ætlað fullorðnum konum en ekki er mælt með notkun þess hjá karlmönnum. Lyfið er lausasölulyf.

Moventig, filmuhúðuð tafla. Hver filmuhúðuð tafla inniheldur naloxegol oxalat sem jafngildir 25 mg naloxegol. Lyfið er ætlað til meðferðar við hægðatregðu af völdum ópíóða hjá fullorðnum einstaklingum þegar svörun við hægðalyfjum hefur verið ófullnægjandi. Lyfið er undir sérstöku eftirliti til að nýjar upplýsingar um öryggi lyfsins komist fljótt og örugglega til skila. Heilbrigðisstarfsmenn eru hvattir til að tilkynna allar aukaverkanir sem grunur er um að tengist lyfinu. Lyfið er lyfseðilsskylt.

Revastad, filmuhúðuð tafla. Hver filmuhúðuð tafla inniheldur 20 mg af sildenafili (sem sítrat). Hjálparefni með þekkta verkun er laktósi. Lyfið er notað til að bæta áreynslugetu hjá fullorðnum sjúklingum með lungnaslagæðaháþrýsting (PAH) af flokki II og III samkvæmt flokkun WHO. Lyfið er einnig notað til meðferðar hjá börnum á aldrinum 1 til 17 ára með lungnaslagæðaháþrýsting. Ávísun lyfsins er bundin við sérfræðinga í hjartasjúkdómum og lungnasjúkdómum og sérfræðinga í hjarta- og lungnasjúkdómum barna. Lyfið er sjúkrahúslyf og er lyfseðilsskylt.

Vosevi, filmuhúðuð tafla. Hver tafla inniheldur 400mg sófosbúvír, 100 mg velpatasvír og 100 mg voxílaprevír. Hjálparefni með þekkta verkun er laktósi. Lyfið er ætlað til meðferðar gegn langvinnri lifrarbólgu C (HCV) hjá fullorðnum. Ávísun lyfsins er bundin við sérfræðinga í smitsjúkdómum og sérfræðinga í meltingarfærasjúkdómum með sérþekkingu á lifrarsjúkdómum. Lyfið er undir sérstöku eftirliti til að nýjar upplýsingar um öryggi lyfsins komist fljótt og örugglega til skila. Heilbrigðisstarfsmenn eru hvattir til að tilkynna allar aukaverkanir sem grunur er um að tengist lyfinu. Lyfið er sjúkrahúslyf og er lyfseðilsskylt.

Síðast uppfært: 7. nóvember 2017
Var efnið hjálplegt Nei

Hvað þarf að laga?


LiveChat