Fréttir

Nýtt frá PRAC – júlí 2020

Vinnu við hefðbundin verkefni framhaldið

10.7.2020

Sérfræðinefnd EMA um eftirlit með ávinningi og áhættu lyfja (PRAC) hélt fjarfund dagana 6.-9. júlí sl. Framhaldið var vinnu við fyrri rannsóknir, og hefðbundin störf sem eru á ábyrgð nefndarinnar. Að þessu sinni voru ekki tekin fyrir ný málskot, og engin málskot tekin til lokaafgreiðslu hjá nefndinni.

Upplýsingar um viðfangsefni má sjá í dagskrá fundarins.

Frétt EMA um PRAC fund í júlí

Dagskrá PRAC fundar í júlí

Til baka Senda grein