Parasetamól með breyttan losunarhraða af markaði

Allar líkur eru á að parasetamól með
breyttan losunarhraða verði tekið af markaði. Sérfræðinefnd Lyfjastofnunar
Evrópu (EMA)  um eftirlit með ávinningi
og áhættu lyfja (PRAC), hefur tvívegis fjallað um lyf af þessum toga með áhættu af eitrunum í huga, og í bæði skiptin
komist að sömu niðurstöðu. Nú hefur önnur sérfræðinefnd EMA tekið undir þetta
mat, CMDh, sem er samráðsnefnd
lyfjastofnana í Evrópu um markaðsleyfi. Niðurstaðan er sú að áhættan af parasetamóli með breyttan losunarhraða
sé of mikil og því ekki réttlætanlegt af hafa það á markaði.

Áhættan felst í því hve erfitt getur reynst
að veita rétta meðhöndlun í þeim tilvikum þegar of stór skammtur hefur verið
tekinn. Oft er ekki vitað hvort tekið var fljótverkandi parasetamól eða með
breyttan losunarhraða. Ekki hafi fundist leiðir til að greina þar á milli en
meðferðin er ólík eftir því um hvort ræðir. Afleiðingar þessarar óvissu
geta verið lifrarskemmdir og jafnvel dauði.

Þar sem fyrrgreind tilmæli CMDh voru
samþykkt með meirihluta atkvæða, verður niðurstaðan send Framkvæmdastjórn ESB
sem mun að líkindum taka formlega ákvörðun í þessa veru. Hún mun þá gilda í
öllum löndum ESB sem og EES-ríkjum.

Á Íslandi er eitt lyf á markaði sem
inniheldur parasetamól með breyttan losunarhraða, Paratabs retard, forðatafla
500 mg. Í gildi eru markaðsleyfi fyrir önnur lyf af þessum toga, en þau eru
ekki á markaði.

Frétt
EMA um niðurstöðu CMDh

Síðast uppfært: 18. desember 2017
Var efnið hjálplegt Nei

Hvað þarf að laga?


LiveChat