Ráðherra kynnir nýja heilbrigðisstefnu

Heilbrigðisstefna
– stefna fyrir íslenska heilbrigðisþjónustu til ársins 2030 var samþykkt á
Alþingi 3. júní síðastliðinn. Stefnan verður kynnt á opnum fundum í öllum
heilbrigðisumdæmum og hafa tveir slíkir fundir þegar verið haldnir, annar á
Norðurlandi og hinn á Vestfjörðum. Þetta kemur fram í frétt
á vef heilbrigðisráðuneytisins.

Á morgun, 14. ágúst,
verður haldinn fundur á Selfossi og á Akranesi fimmtudaginn 15. ágúst. Fundir verða
síðan í heilbrigðisumdæmum Suðurnesja 19. ágúst, Austurlands 22. ágúst, og í
heilbrigðisumdæmi höfuðborgarsvæðisins 3. september.

Svandís Svavarsdóttir
heilbrigðisráðherra kynnir stefnuna á öllum fundunum en heimamenn á hverjum
stað flytja einnig erindi og taka þátt í pallborðsumræðum. 

Síðast uppfært: 13. ágúst 2019
Var efnið hjálplegt Nei

Hvað þarf að laga?


LiveChat