Reglugerðarbreyting um lyfjaávísanir og afhendingu lyfja í samráðsferli

Eins og kunnugt er átti ný reglugerð um lyfjaávísanir og afhendingu lyfja að ganga í gildi 3. apríl en gildistökunni var síðan frestað til 1. júlí, m.a. vegna tæknilegra úrlausnarefna. Nú hafa verið lögð fram drög að frekari breytingum á ákvæðunum reglugerðarinnar og munu þau liggja frammi í Samráðsgátt stjórnvalda til og með 25. apríl næstkomandi.

Meðal breytinga sem sérstaklega er vert að benda á eru breytingar á 5. og 12. grein sem snúa að takmörkun á afgreiðslu eftirritunarskyldra lyfja. Samkvæmt drögunum verður aðeins heimilt að afgreiða 30 daga skammt í senn og að ekki verði heimilt að leysa út næsta skammt fyrr en liðnir eru að minnsta kosti 25 dagar frá síðustu afgreiðslu. Frá og með 1. febrúar 2019 verður heimilt að afgreiða lyf upp að heildarmagni lyfjaávísunar í eins mörgum afgreiðslum og henta þykir, en fram að því verður heimilt að afgreiða lyfjaávísun, þ.m.t. á eftirritunarskyld ávana- og fíknilyf allt að fjórum sinnum. Afgreiðsla í allt að fjögur skipti hefur takmarkast við núverandi tölvukerfi. 

Þá verður samkvæmt drögunum óheimilt að ávísa ávana- og fíknilyfjum á pappírslyfseðli eftir 1. september 2018.

Þeim sem hagsmuna eiga að gæta hvað varðar lyfjaávísanir og afgreiðslu lyfja, er bent á að öllum er frjálst að senda inn umsögn eða ábendingu .  

Síðast uppfært: 16. apríl 2018
Var efnið hjálplegt Nei

Hvað þarf að laga?


LiveChat