Fréttir

Til apóteka: Upplýsingar um breytingar á reglugerð um lyfjaávísanir og afhendingu lyfja

20.6.2018

Lyfjastofnun hefur gefið út einblöðung með upplýsingum um helstu breytingar á reglugerð um lyfjaávísanir og afhendingu lyfja sem tekur gildi 1. júlí næstkomandi. Einblöðungurinn er eingöngu gefinn út rafrænt.

Spurningar varðandi reglugerðarbreytinguna, ef einhverjar, óskast sendar til Lyfjastofnunar á netfangið lyfjastofnun@lyfjastofnun.is . Öllum spurningum verður svarað en auk þess verða spurningar almenns eðlis birtar á vef Lyfjastofnunar án persónugreinanlegra upplýsinga. 

Til baka Senda grein