Fréttir

Umboðsfyrirkomulagi varðandi afhendingu lyfja frestað enn um sinn

Frestað til 10. júní vegna COVID-19

8.5.2020

Breyttu fyrirkomulagi um afhendingu lyfja, sem taka átti gildi þann 10. mars sl. hefur verið frestað enn um sinn, nú til 10. júní.

Eins og fram kom í frétt hér á vefnum á sínum tíma snýst fyrirkomulagið um að einungis verði heimilt að afhenda lyf eiganda lyfjaávísunar, eða þeim sem hefur ótvírætt umboð hans til að fá þau afhent.

Enn er talin þörf á að fresta því að ákvörðun Lyfjastofnunar taki gildi vegna COVID-19, en skriflegt umboð er þess eðlis að aukin hætta er á að veirur berist manna á milli.

Þess má geta að unnið er að rafrænni framtíðarlausn vegna umboðs við afhendingu lyfja í samráði við Embætti landlæknis.

Til baka Senda grein