Vegna skorts á Exemestan Actavis

Lyfið Exemestan Actavis 25 mg töflur (samheitalyf) hefur verið ófáanlegt í heildsölu síðan 15. maí sl. Aromasin 25 mg töflur (frumlyfið) sem inniheldur sama virka efni er til í heildsölu. Aromasin er með greiðsluþátttöku og fellur undir greiðsluþrep samkvæmt reglum Sjúkratrygginga Íslands. Von er á Exemestan Actavis 1. október nk.

Ef samheitalyfið fer á bið þá eykst greiðsluhluti Sjúkratrygginga Íslands og verð frumlyfsins verður viðmiðunarverð. Verð sjúklings á lyfinu fer að stærstu leyti eftir því hvað hann er búinn að borga mikið í sinn sjúklingahluta á sínu tímabili og í hvaða greiðsluþrepi hann er á þeim tíma.

Um ástæður lyfjaskorts.

Nánar um greiðsluþrep lyfjakaupa á vef Sjúkratrygginga Íslands 

Síðast uppfært: 18. september 2018
Var efnið hjálplegt Nei

Hvað þarf að laga?


LiveChat