Ársskýrsla Lyfjastofnunar

Ársskýrsla Lyfjastofnunar árið 2024 er komin út

Í ársskýrslunni er m.a. að finna upplýsingar um lykiltölur ársins 2024.

Á árinu 2024:

  • voru 133 ný lyf markaðssett
  • og 565 markaðsleyfi útgefin
  • bárust 328 tilkynningar vegna gruns um aukaverkanir
  • og 1.219 tilkynningar um lyfjaskort
  • tók Lyfjastofnun að sér 59 vísindaráðgjafarverkefni, þar af 58 á vegum Lyfjastofnunar Evrópu

Í lok árs 2024 voru:

  • 7.515 lyf með markaðsleyfi á Íslandi og þar af 2.893 markaðssett
  • 77 apótek starfandi hér á landi auk sjúkrahússapóteks Landspítalans, 25 lyfjaútibú og fjórar lyfsölur heilsugæslustöðva
  • 5.436 vörunúmer í lyfjaverðskrá, þar af 3.739 markaðssett
Síðast uppfært: 19. maí 2025
Var efnið hjálplegt Nei

Hvað þarf að laga?


LiveChat