Ronapreve (casirivimab og imdevimab)

Ronapreve (casirivimab og imdevimab) er ætlað til meðferðar við COVID-19 hjá fullorðnum og unglingum 12 ára og eldri sem vega a.m.k. 40 kg og þurfa ekki súrefnisgjöf, en eru í aukinni hættu á að versna og fá alvarlegan COVID-19 sjúkdóm. Einnig er lyfið ætlað til fyrirbyggjandi meðferðar gegn COVID-19 hjá fullorðnum og unglingum 12 ára og eldri sem vega a.m.k. 40 kg.

Lyfið inniheldur casirivimab og imdevimab sem eru tvö samruna einstofna IgG1 mannamótefni, sem framleidd eru með DNA samrunaerfðatækni í frumum úr eggjastokkum kínverskra hamstra.

Lyfið er gefið með einu innrennsli í bláæð eða með inndælingu undir húð. Skammtur handa fullorðnum sjúklingum og sjúklingum á unglingsaldri, 12 ára og eldri, sem vega a.m.k. 40 kg, er 600 mg af casirivimabi og 600 mg af imdevimabi. Gefa á lyfið innan 7 daga frá því einkenni COVID-19 koma fram.

Gefa á lyfið við aðstæður þar sem unnt er að bregðast við alvarlegum ofnæmisviðbrögðum, svo sem bráðaofnæmi. Fylgjast á með einstaklingum eftir gjöf lyfsins, samkvæmt hefðbundnu verklagi.

Síðast uppfært: 23. nóvember 2023
Var efnið hjálplegt Nei

Hvað þarf að laga?


LiveChat