Fréttayfirlit yfir feril lyfsins hjá Lyfjastofnun Evrópu
Xevudy (sotrovimab) er ætlað til meðferðar hjá fullorðnum og ungmennum frá 12 ára aldri sem vega að minnsta kosti 40 kg, sem ekki þurfa á viðbótarsúrefnismeðferð og eru í aukinni áhættu á fá alvarlegan sjúkdóm.
Lyfið inniheldur virka efnið sotrovimab sem er einstofna mótefni sem hefur verið hannað til að þekkja og tengjast broddpróteini SARS-Cov-2 veirunnar. Þegar sotrovimab hefur tengst broddpróteininu kemst veiran ekki lengur inn í frumur líkamans.
Lyfið er gefið með innrennsli í bláæð og er ráðlagður skammtur 500 mg .Lyfið skal gefa innan 5 daga frá því einkenni COVID-19 koma fram.