Xevudy (sotrovimab)

Xevudy (sotrovimab) er ætlað til meðferðar hjá fullorðnum og ungmennum frá 12 ára aldri sem vega að minnsta kosti 40 kg, sem ekki þurfa á viðbótarsúrefnismeðferð og eru í aukinni áhættu á fá alvarlegan sjúkdóm.

Lyfið inniheldur virka efnið sotrovimab sem er einstofna mótefni sem hefur verið hannað til að þekkja og tengjast broddpróteini SARS-Cov-2 veirunnar. Þegar sotrovimab hefur tengst broddpróteininu kemst veiran ekki lengur inn í frumur líkamans.

Lyfið er gefið með innrennsli í bláæð og er ráðlagður skammtur 500 mg .Lyfið skal gefa innan 5 daga frá því einkenni COVID-19 koma fram.

Síðast uppfært: 23. nóvember 2023
Var efnið hjálplegt Nei

Hvað þarf að laga?


LiveChat