COVID-19

COVID-19

Hér er að finna nýjustu upplýsingar og fréttir um bóluefni, lyf og lækningatæki vegna COVID-19

Nýjustu upplýsingar frá Lyfjastofnun Evrópu um COVID-19

Nýjustu COVID-19 fréttir

Aukaverkanatilkynningar í nóvember 2022

Tilkynningum fjölgaði nokkuð milli mánaða, en fjöldi þeirra er mjög langt frá því sem var þegar bólusetningar gegn COVID-19 stóðu sem hæst. Tilkynningar vegna COVID-19 bóluefna voru færri í nóvember en þær sem tengdust öðrum lyfjum

VidPrevtyn Beta samþykkt sem örvunarbóluefni gegn COVID-19

Lyfið er ætlað fullorðnum sem áður hafa verið bólusettir með annað hvort mRNA- eða genaferjubóluefni

Októberfundur CHMP

Sérfræðinganefnd Lyfjastofnunar Evrópu (EMA) um lyf fyrir menn (CHMP) hélt fund dagana 10.-13. október sl. Mælt var með að tíu lyf fengju markaðsleyfi

Mat hafið á COVID-19 bóluefninu Skycovin

Lyfjastofnun Evrópu metur hvort veita eigi bóluefninu skilyrt markaðsleyfi
5

COVID-19 bóluefni samþykkt

Bóluefni gegn COVID-19 með íslenskt markaðsleyfi
0

COVID-19 bóluefni í umsóknarferli

Fjöldi bóluefna gegn COVID-19 í umsóknarferli
5

COVID-19 bóluefni í áfangamati

Fjöldi bóluefna í áfangamati hjá Lyfjastofnun Evrópu

Mikilvægi þess að tilkynna grun um aukaverkanir af bóluefnum gegn COVID-19

Lyfjastofnun birtir alla virka daga tölur yfir tilkynntar aukaverkanir af bóluefnum við COVID-19, bæði vegna gruns um alvarlegar aukaverkanir og þær sem ekki teljast alvarlegar.

Lyfjastofnun áréttar að stofnunin getur ekki fjallað um einstaka tilvik vegna þeirra laga sem gilda um persónuvernd. Mikilvægt er að hafa hugfast að fjöldi tilkynninga vegna gruns um aukaverkun eftir bólusetningu segir ekki til um tíðni aukaverkana eða öryggi bóluefnanna, en tilkynningarnar eru afar mikilvægur þáttur í að fylgjast með og geta metið öryggi bóluefnnana eftir að notkun þeirra hefst.

Allir geta tilkynnt aukaverkun til Lyfjastofnunar.

Fjölmiðlafyrirspurnir sem varða COVID-19

Fyrirspurnir frá fjölmiðlum vegna COVID-19 ganga fyrir öðrum fjölmiðlafyrirspurnum sem stendur.

Vegna anna eru fjölmiðlar beðnir um að senda fyrirspurnir á [email protected] með eftirfarandi upplýsingum:

  • Er um almenna umfjöllun eða ósk um viðtal að ræða?
  • Hvar mun umfjöllunin birtast?
  • Tæmandi listi yfir spurningar sem óskað er svara við.

LiveChat