Verð og greiðsluþátttaka
Verð og greiðsluþátttaka
Lyfjastofnun tekur ákvarðanir um lyfjaverð með markmið lyfjalaga að leiðarljósi um að notkun lyfja hér á landi byggist á skynsamlegum og hagkvæmum grunni, ásamt því að ákveða greiðsluþátttöku eftir því sem við á samkvæmt lyfjalögum og reglugerðum settum á grundvelli þeirra
Lyfjaverðskrá og helstu breytingar
LyfjaverðskrárgengiLyfjaverðskrárgengi er gefið út einu sinni í mánuði
Ákvarðanir um verð- og greiðsluþátttökumálÁkvarðanir um verð og greiðsluþátttöku almennra lyfja, listi yfir leyfisskyld lyf og ábendingar með samþykktri greiðsluþátttöku
Skilyrt greiðsluþátttakaGreiðsluþátttaka kann að vera samþykkt að vissum uppfylltum skilyrðum
Fellt úr lyfjaverðskrá vegna birgðaskortsLyf sem hafa verið ófáanleg í lengur en þrjá mánuði eru felld úr lyfjaverðskrá
VerðaðgangurBreytingar á umboðsmannaverði og breyting á viðmiðunargjaldmiðli
GTIN númerUmsýsla GTIN númera
Leiðbeiningar og vinnureglur
Ýmsar verklagsreglur varðandi verð og greiðsluþátttöku lyfja
Mikilvægar tímalínur
Útgáfa verðskrár – sjá nánar í verklagsreglum
Mánuði fyrir gildistöku lyfjaverðskrár – Ósk um birtingu á nýjum markaðssettum lyfjum
Þarf að berast með eins mánaðar fyrirvara. -Dæmi: Sótt er um birtingu í síðasta lagi 30. nóvember ef birting á að vera 1. janúar.
Forsenda fyrir birtingu í lyfjaverðskrá er að markaðsleyfi liggi fyrir, sem og samþykkt hámarksheildsöluverð fyrir lyfið.
Fyrsti til tíundi hvers mánaðar – Óskir um verðbreytingar á umboðsmannaverði
Hægt er að senda inn verðbreytingar 1.–10. hvers mánaðar sem á að birtast í lyfjaverðskrá næsta mánaðar.
Sjötti hvers mánaðar – Ósk um endurbirtingu
Sækja þarf um endurbirtingu fyrir 6. hvers mánaðar til að hægt sé að birta í næstu lyfjaverðskrá á eftir. -Dæmi: Sótt er um endurbirtingu fyrir 6. desember ef birting á að vera 1. janúar.
Ellefta til tólfta hvers mánaðar – Birtingarlisti
Þann 11.-12. hvers mánaðar er birt frétt með lista yfir þau lyf sem óskað hefur verið eftir að birtist í lyfjaverðskrá 1. næsta mánaðar.
Fimmtánda hvers mánaðar – Listi yfir lyf sem felld verða úr lyfjaverðskrá
Listi yfir þau lyf sem skráð hafa verið í birgðaskorti lengur en 90 daga, er tekinn út af vef Sjúkratrygginga Íslands 15. hvers mánaðar. -Dæmi: Listi SÍ tekinn út 15. nóvember og lyfin felld úr lyfjaverðskrá sem tekur gildi 1. desember.
Fjórum virkum dögum fyrir gildistöku lyfjaverðskrár – Útgáfa lyfjaverðskrárgengis
Fjórum virkum dögum fyrir 1. hvers mánaðar er gefið út svokallað lyfjaverðskrárgengi. Gengið er notað til að uppfæra lyfjaverðskrá sem tekur gildi 1. hvers mánaðar.
Fjórum virkum dögum, í síðasta lagi, fyrir gildistöku lyfjaverðskrár – Ósk um birtingu á nýjum undanþágulyfjum
Sækja þarf um verð og birtingu í síðasta lagi fjórum virkum dögum fyrir gildistöku lyfjaverðskrár, sem er 1. hvers mánaðar. Verðskráin er gefin út tveimur virkum dögum fyrir gildistöku. Forsenda fyrir svo skjótri afgreiðslu er að verðumsókn sé samkvæmt reglum.
Ef þörf er á að ávísa og afgreiða nýtt undanþágulyf áður en að gildistöku lyfjaverðskrár kemur fyrsta hvers mánaðar sjá heildsalar um að upplýsa viðskiptavini sína, Sjúkratryggingar og Embætti Landlæknis um samþykkt HHSV og HSSV, vörunúmer, merkingu, og aðrar nauðsynlegar upplýsingar þegar Lyfjastofnun hefur samþykkt hámarks heildsöluverð (HHSV)
Tveimur virkum dögum fyrir gildistöku lyfjaverðskrár – Útgáfa lyfjaverðskrár
Lyfjaverðskrá hvers mánaðar kemur út tveimur virkum dögum fyrir 1. Hvers mánaðar. Auk þess er birtur listi með helstu breytingum og skilyrtri greiðsluþátttöku.
Afgreiðslutími verð- og greiðsluþátttökuumsókna – sjá nánar í verklagsreglum
-Verðumsókn (hámarks heildsöluverð), nýtt lyf: Allt að 90 dagar.
-Greiðsluþátttökuumsókn, lyf með samþykkt hámarks heildsöluverð: Allt að 90 dagar.
-Verð- og greiðsluþátttökuumsókn: Allt að 180 dagar.
-Verðhækkun/verðlækkun hámarks heildsöluverðs: Allt að 90 dagar.
Hægt er að nálgast nánari upplýsingar í 22. gr. reglugerðar nr. 1414/2020 um verðlagningu lyfja og greiðsluþátttöku í lyfjum.
Upplýsingar frá Norðurlöndum
Verklag við útgáfu lyfjaverðskrár
Ferill vegna birtinga lyfja í lyfjaverðskrá
Ákvörðun heildsöluverðs lyfja
Lyfjastofnun ákvarðar hámarksheildsöluverð á öllum lyfseðilsskyldum lyfjum og
hámarksheildsöluverð á öllum dýralyfjum, bæði lyfseðilsskyldum og lausasölulyfjum.