Verð og greiðsluþátttaka

Verð og greiðsluþátttaka

Lyfjastofnun tekur ákvarðanir um lyfjaverð með markmið lyfjalaga að leiðarljósi um að notkun lyfja hér á landi byggist á skynsamlegum og hagkvæmum grunni, ásamt því að ákveða greiðsluþátttöku eftir því sem við á samkvæmt lyfjalögum og reglugerðum settum á grundvelli þeirra

Verklagsreglur

Leiðbeiningar og vinnureglur

Ýmsar verklagsreglur varðandi verð og greiðsluþátttöku lyfja

Umsóknir

Eyðublöð

Umsókn um hámarksheildsöluverð, greiðsluþátttöku og birtingu lyfja.

Mikilvægar dagsetningar

Birting á nýjum markaðssettum lyfjum

 • Þarf að berast með eins mánaðar fyrirvara.
 • Dæmi: Sótt er um birtingu í síðasta lagi 30. nóvember ef birting á að vera 1. janúar.

 

Birting á nýjum undanþágulyfjum

 • Sækja þarf um í síðasta lagi fjórum virkum dögum fyrir gildistöku lyfjaverðskrár 1. eða 15. hvers mánaðar.

 

Endurbirting

 • Sækja þarf um endurbirtingu fyrir 6. hvers mánaðar til að hægt sé að birta í næstu lyfjaverðskrá á eftir.
 • Dæmi: Sótt er um endurbirtingu fyrir 6. desember ef birting á að vera 1. janúar.

 

Verðbreyting á umboðsmannaverði

 • Hægt er að senda inn verðbreytingar 1. – 10. hvers  mánaðar sem á að birtast í lyfjaverðskrá næsta mánaðar.

 

Útgáfa lyfjaverðskrár

 • Upphafsskrá hvers mánaðar kemur út tveimur virkum dögum fyrir 1. hvers mánaðar. Auk þess er birtur listi með helstu breytingum og skilyrtri greiðsluþátttöku.
 • Milliskrá hvers mánaðar: Tveimur virkum dögum fyrir 15. hvers mánaðar er lyfjaverðskrá gerð aðgengileg. Milliskráin er útgefin með nýju gengi og nýjum undanþágulyfjum. Í verðskráinni eru engin ný markaðssett lyf eða breytingar. Þó er möguleiki á að leiðrétt skrána ef þörf er á.

 

Útgáfa lyfjaverðskrárgengis

 • Fjórum virkum dögum fyrir 1. og 15. hvers mánaðar er gefið út svokallað lyfjaverðskrárgengi. Gengið er notað til að uppfæra lyfjaverðskrá sem tekur gildi 1. og 15. hvers mánaðar.

 

Annað

 • Á tímabilinu 11.-12. hvers mánaðar er birtur listi yfir þau lyf sem óskað hefur verið eftir að birtist í lyfjaverðskrá 1. næsta mánaðar.
 • Þann 15. hvers mánaðar er tekinn út listi á vef Sjúkratrygginga Íslands yfir þau lyf sem hafa verið skráð í birgðaskorti lengur en 90 daga. Dæmi: Listi SÍ tekinn út 15. nóvember og lyfin felld úr lyfjaverðskrá sem tekur gildi 1. desember.

Upplýsingar frá Norðurlöndum

Lyfjaverðskrá

Verklag við útgáfu lyfjaverðskrár

Ferill vegna birtinga lyfja í lyfjaverðskrá

Vinnuregla

Ákvörðun heildsöluverðs lyfja

Lyfjastofnun ákvarðar hámarksheildsöluverð á öllum lyfseðilsskyldum lyfjum og
hámarksheildsöluverð á öllum dýralyfjum, bæði lyfseðilsskyldum og lausasölulyfjum.

LiveChat