Fræðslugreinar

Má kljúfa eða mylja töflur?

Lyfjaform og hjálparefni geta ráðið úrslitum um að lyfið virki eins og því er ætlað að gera. Þess vegna má ekki kljúfa eða mylja sum lyf áður en þau eru tekin.

Er í lagi að drekka áfengi samhliða notkun lyfja?

Áfengi ætti aldrei að drekka samhliða notkun ákveðinna lyfja því það gæti valdið óæskilegum viðbrögðum. Í fylgiseðlinum kemur fram hvort þörf er á að sniðganga áfengi á meðan notkun lyfsins stendur.

Á leiðinni í sumarfríið? Mundu að taka þessa hluti með

Er fjölskyldan á leið í sumarfríið? Munið að það er fleira sem þarf að pakka með í töskuna en sundföt og sólarvörn.

Þetta er gott að eiga í lyfjaskápnum heima

Lyfjaskápur er þarfaþing á hverju heimili. Í honum er hentugt að geyma þau lyf sem ekki er þörf á að geyma við sérstakar aðstæður s.s. í kæli. Gott er að eiga lítið “heimilisapótek” heima þegar veikindi eða slys steðja að.

Svona er best að geyma lyf í sumarhitanum

Þola lyf nokkrar klukkustundir í heitum bíl? Já, jafnvel lyf sem geyma á við 25-30 gráður þola hærra hitastig í stuttan tíma, án þess að það komi niður á gæðum eða öryggi lyfsins. Þetta á til dæmis við þegar lyf eru geymd í skamma stund í heitum bíl. Flest lyf í töfluformi þola nokkra heita sumardaga.

Sala falsaðra fyllingarefna í fegrunartilgangi er óheimil

Efni, efnasamsetningar eða hlutir sem ætlunin er að nota til andlits- eða húð- eða slímhúðarfyllingar með því að sprauta undir húð, í slímubeð eða leðurhúð eða setja inn á annan hátt (þó ekki til húðflúrunnar) falla undir skilgreiningu lækningatækja án læknisfræðilegs tilgangs.

Að ferðast með lyf

Ákveðnar reglur gilda um hversu mikið magn af lyfjum er heimilt að ferðast með bæði til Íslands og frá Íslandi til annarra landa.

Lyf og sólarljós – forðist viðbrögð í húð

Sum lyf geta valdið viðbrögðum í húðinni sé hún óvarin fyrir sólarljósi, og það á líka við um sólarljós frá sólbaðsstofubekkjum. Þetta kallast ljósnæmi og getur líkst sólbruna. Mikilvægt er að koma í veg fyrir slík viðbrögð

Þannig er tekið til í lyfjaskápnum

Fylgið þessum ráðum við tiltekt í lyfjaskáp heimilisins.

Geymsla lyfja og geymsluskilyrði

Virka efnið í lyfjum brotnar niður með tímanum. Þess vegna hafa öll lyf fyrningardagsetningu og mikilvægt er að þau séu geymd við rétt skilyrði. Forðast skal að geyma lyf við of háan hita og í of miklu ljósi.

Þannig er best að geyma lyf á heimilum

Góð ráð um örugga geymslu lyfja á heimilum. Ef þessum ráðum er fylgt dregur það úr hættu á að börn eða aðrir taki inn lyf fyrir slysni.

Kaup í netapóteki

Upplýsingar fyrir neytendur um reglurnar og hagnýtar upplýsingar í tengslum við kaup á lyfjum í netverslunum.

Afhverju eru markaðsleyfi lyfja felld niður eða lyf tekin af markaði?

Einungis má markaðssetja lyf hér á landi að fengnu markaðsleyfi sem Lyfjastofnun gefur út. Það er ákvörðun markaðsleyfishafa hvort lyf sem fengið hefur markaðsleyfi er síðan markaðssett eða ekki.  

Lyf, meðganga og brjóstagjöf

Ekki er hægt að gera rannsóknir á áhrifum lyfja á fóstur manna nema með óbeinum hætti.

Fylgiseðlar lyfja

Fylgiseðill lyfs er yfirleitt laust blað eða bæklingur í lyfjapakkningunni. Einnig getur fylgiseðill verið hluti af merkimiða pakkningar og er þá oft um nokkurs konar flettimiða að ræða. Oftast er fylgiseðillinn á íslensku.

LiveChat