Markaðsleyfishafar og umboðsmenn
Markaðsleyfishöfum ber að tilkynna fyrirsjáanlegan lyfjaskort til Lyfjastofnunar. Tilkynningar skulu berast að minnsta kosti tveimur mánuðum áður en lyfið fer að skorta eða eins fljótt og auðið er í sérstökum aðstæðum.
Rafræn tilkynning um lyfjaskort
Lyfjastofnun hefur tekið upp nýtt verklag varðandi tilkynningar lyfjaskorts. Fyrirtæki eru beðin um að tilkynna lyfjaskort rafrænt til Lyfjastofnunar í gegnum "Mínar síður" á vef stofnunarinnar (sjá á forsíðu). Til þess að geta það þarf starfsmaður fyrirtækis að auðkenna sig annað hvort með íslykli eða rafrænum skilríkjum.
Smellið hér til að fara inn á mínar síður og tilkynna lyfjaskort rafrænt
Lyfjastofnun vonast til þess að sem flestir nýti sér þennan tilkynningarmáta því hann er bæði skilvirkari og fljótvirkari.
Þegar senda þarf inn nýjar upplýsingar (t.d breyttan komutíma) varðandi lyfjaskort sem þegar hefur verið tilkynntur, skal senda þær upplýsingar á netfangið [email protected]
Almenningur
Hér fyrir neðan getur almenningur sent Lyfjastofnun nafnlausa ábendingu um lyfjaskort. Upplýsingar um lyfjaskort veita yfirsýn og gera Lyfjastofnun kleift að grípa til ráðstafana þegar þess gerist þörf.