Lyfsala utan apóteka

Sala tiltekinna lausasölulyfja er heimiluð utan apóteka að fenginni sérstakri undanþágu Lyfjastofnunar

Samkvæmt þriðju málsgrein 33. gr. nýrra lyfjalaga er Lyfjastofnun heimilt að veita undanþágu frá ákvæði 1. mgr. til sölu tiltekinna lausasölulyfja í almennri verslun. Slíkar undanþágur má aðeins veita þar sem ekki er starfrækt apótek eða lyfjaútibú.

Lyfjastofnun hefur skilgreint að til að heimilt sé að selja tiltekin lausasölulyf í almennri verslun, þurfi að vera a.m.k. 20 kílómetrar í næsta apótek eða lyfjaútibú. Þá hefur almenn verslun verið skilgreind á þann hátt að um alla aðra verslun en verslun á grundvelli lyfsöluleyfis sé að ræða.

Hvaða lyf er heimilt að selja?

Hér fyrir neðan er útlistað hvaða pakkningar, almennum verslunum sem hlotið hafa undanþágu frá ákvæðum lyfjalaga um lyfsölu, er heimilt að bjóða til sölu.

Starfsfólki almennra verslana er heimilt að afgreiða viðskiptavin um eina pakkningu lyfs af hverju virka innihaldsefni í hverri einstakri afgreiðslu. Í því felst að heimilt er að afgreiða tvær eða fleiri pakkningar lyfja með ólíku virku innihaldsefni.

Dæmi: heimilt er að afgreiða viðskiptavin um eina pakkningu af Histasíni og eina pakkningu af Íbúfeni en óheimilt er að afgreiða viðskiptavin um tvær pakkningar af Histasíni eða tvær pakkningar af Íbúfeni o.s.frv.

Virkt efni: Cetrizinum

Heiti lyfsLyfjaformStyrkl.PakkningastærðUmb.
Cetirizine AlvogenFilmuh. tafla10 mg10 stkÞynnup.
HistasínFilmuh. tafla10 mg10 stkÞynnup.
ZensitinFilmuh. tafla10 mg10 stkÞynnup.
Aðeins er heimilt að afgreiða hvern viðskiptavin um eina pakkningu af ofangreindum lyfjum. Dæmi: ef afgreidd er ein pakkning af Histasíni má ekki afgreiða sama viðskiptavin um pakkningu af Zensitin eða Cetirizine Alvogen o.s.frv.

Virkt efni: Ibuprofenum

Heiti lyfsLyfjaformStyrkl.PakkningastærðUmb.
IbutrixMixt./dreifa20 mg/ml200 mlGlas
ÍbúfenFilmuh. tafla200 mg20 stkÞynnup.
Nurofen Junior AppelsínMixt./dreifa40 mg/ml100 mlGlas
Nurofen Junior JarðarberMixt./dreifa40 mg/ml100 mlGlas
Aðeins er heimilt að afgreiða hvern viðskiptavin um eina pakkningu af ofangreindum lyfjum. Dæmi: ef afgreidd er ein pakkning af Íbúfeni má ekki afgreiða sama viðskiptavin um pakkningu af Ibutrix eða Nurofen Junior Appelsin o.s.frv.

Virkt efni: Loratadinum

Heiti lyfsLyfjaformStyrkl.PakkningastærðUmb.
LóritínTafla10 mg10 stkÞynnup.
Aðeins er heimilt að afgreiða hvern viðskiptavin um eina pakkningu af ofangreindu lyfi.

Virkt efni: Paracetamolum

Heiti lyfsLyfjaformStyrkl.PakkningastærðUmb.
DolorinTafla500 mg20 stkÞynnup.
Dolorin JuniorEndaþ.st.125 mg10 stkÞynnup.
Dolorin JuniorEndaþ.st.250 mg10 stkÞynnup.
PanodilFilmuh. tafla500 mg20 stkÞynnup.
Panodil BrusFreyðitafla500 mg20 stkÞynnup.
Panodil HotMixt.d./lausn500 mg10 stkSkammtap.
Panodil JuniorMixt./dreifa24 mg/ml100 mlGlas
Panodil JuniorEndaþ.st.125 mg10 stkÞynnup.
Panodil ZappFilmuh. tafla500 mg20 stkÞynnup.
ParacetEndaþ.st.125 mg10 stkÞynnup.
ParacetEndaþ.st.60 mg10 stkÞynnup.
ParatabsFilmuh. tafla500 mg20 stkÞynnup.
PinexEndaþ.st.500 mg10 stkÞynnup.
PinexMixt./lausn24 mg/ml100 mlGlas
Pinex JuniorEndaþ.st.125 mg10 stkÞynnup.
Pinex JuniorEndaþ.st.250 mg10 stkÞynnup.
Aðeins er heimilt að afgreiða hvern viðskiptavin um eina pakkningu af ofangreindum lyfjum. Dæmi: ef afgreidd er ein pakkning af Pinex má ekki afgreiða sama viðskiptavin um pakkningu af Paratabs o.s.frv.

Virkt efni: 2,4-tvíklórbensýlalkóhól og amýlmetakresól

Heiti lyfsLyfjaformStyrkl.PakkningastærðUmb.
Strepsils CoolMunns.tafl.1,2 og 0,6 mg24 stkÞynnup.
Strepsils IngefærMunns.tafl.1,2 og 0,6 mg24 stkÞynnup.
Strepsils Jordbær SukkerfriMunns.tafl.1,2 og 0,6 mg24 stkÞynnup.
Strepsils med Honning og CitronMunns.tafl.1,2 og 0,6 mg24 stkÞynnup.
Aðeins er heimilt að afgreiða hvern viðskiptavin um eina pakkningu af ofangreindum lyfjum. Dæmi: ef afgreidd er ein pakkning af Strepsins Cool má ekki afgreiða sama viðskiptavin um pakkningu af Stepsins Jordbær Sukkerfri o.s.frv.

Virkt efni: Lyfjakol

Heiti lyfslyfjaformStyrkl.PakkningastærðUmb.
KolsuspensionMixt./dreifa150 mg/ml100 mlGlas
Aðeins er heimilt að afgreiða hvern viðskiptavin um eina pakkningu af ofangreindu lyfi.

Virkt innihaldsefni: Carbomerum

Heiti lyfsLyfjaformStyrkl.PakkningastærðUmb.
OftagelAugnhlaup2,5 mg/ml0,5 g x 30Stakskammtaílát
Aðeins er heimilt að afgreiða hvern viðskiptavin um eina pakkningu af ofangreindu lyfi.

Virkt innihaldsefni: Ketotifenum

Heiti lyfsLyfjaformStyrkl.PakkningastærðUmb.
ZaditenAugndr./lausn0,25 mg/ml0,4 ml x 20Stakskammtaílát
Aðeins er heimilt að afgreiða hvern viðskiptavin um eina pakkningu af ofangreindu lyfi.

Virkt innihaldsefni: Levocabastinum

Heiti lyfsLyfjaformStyrkl.PakkningastærðUmb.
LivostinNefúði/dreifa0,5 mg/ml15 mlGlas
Aðeins er heimilt að afgreiða hvern viðskiptavin um eina pakkningu af ofangreindu lyfi.

Virkt innihaldsefni: Povidonum K25

Heiti lyfsLyfjaformStyrkl.PakkningastærðUmb.
Oculac án rotvarnarAugndr./lausn5 %0,4 ml x 20Stakskammtaílát
Aðeins er heimilt að afgreiða hvern viðskiptavin um eina pakkningu af ofangreindu lyfi.

Áætlað er að listinn verði endurskoðaður tvisvar á ári (vor/haust). Þegar verið er að meta hvaða lausasölulyf fer á listann þarf að horfa til ýmissa þátta eins og hvort veita þurfi ráðgjöf með lyfinu og hvort brýn þörf sé fyrir notkun lyfsins.

Almennar verslanir með gilda undanþágu til sölu tiltekinna lausasölulyfja

EftirlitsþegiGildistímiHeimilisfangPóstnúmerStaður
Baulan7.9.2025Baula311Borgarnesi (dreifbýli)
Bjarnabúð21.11.2025Brautarhóll806Selfossi (dreifbýli)
Búðin Borgarfirði29.4.2024Gamla Pósthúsinu720Borgarfirði eystri
Gullfosskaffi11.8.2024Við Gullfoss806Selfossi (dreifbýli)
Hálendismiðstöðin Hrauneyjar11.8.2024Sprengisandsleið851Hellu (dreifbýli)
Hríseyjarbúðin24.3.2024Norðurvegi 7-11630Hrísey
Kaffi Kjós11.4.2026Meðalfellsvegur 50276Mosfellsbær
Kaupfjelagið17.8.2025Sólvellir 25760Breiðdalsvík
Kjörbúðin Fáskrúðsfirði29.4.2024Skólavegi 56750Fáskrúðsfirði
Krambúðin á Flúðum29.4.2024Grund845Flúðum
Krambúðin á Laugarvatni29.4.2024Dalbraut 8840Laugarvatni
KS Hofsósi28.6.2024Suðurbraut 9565Hofsós
KS Ketilási28.6.2024Ketilás570Fljótum
N1 Staðarskála28.6.2024500Stað
Olís Varmahlíð16.7.2024Varmahlíð561Varmahlíð
Reykhólabúðin16.7.2024Hellisbraut 72380Reykhólahreppur
Skjálfti12.7.2026Breiðvangur320Reykholt
Söluskálinn Freysnesi8.7.2025Skaftafelli 2, Freysnes785Öræfi

Listinn hér að ofan yfir almennar verslanir sem hafa heimild til sölu tiltekinna lausasölulyfja skv. fyrrnefndri undanþágu er tæmandi. Vakin er sérstök athygli á að þessi heimild nær einungis til lyfjakaupa tiltekinna lausasölulyfja.

Eyðublað til að sækja um undanþágu vegna lyfsölu utan apóteka.

Síðast uppfært: 6. júní 2024
Var efnið hjálplegt Nei

Hvað þarf að laga?


LiveChat