Lyfjaauglýsingar

Lyfjastofnun hefur gefið út leiðarvísi um lyfjaauglýsingar. Stjórnvaldsákvarðanir í tengslum við lyfjaauglýsingar má finna hér.

Meginregla lyfjalaga um lyfjaauglýsingar er sett fram í 1. mgr. 13. gr. lyfjalaga, nr. 93/1994, með síðari breytingum, og er hún sú að allar lyfjaauglýsingar eru bannaðar, nema í tilgreindum undantekningartilfellum. Í samræmi við hefðbundin lögskýringarsjónarmið ber að túlka slíkar undantekningar þrengjandi skýringu.

Um heimildir til auglýsingar á lyfjum er fjallað í VI. kafla lyfjalaga en þar að auki er í gildi reglugerð um lyfjaauglýsingar, nr. 980/2016, með síðari breytingum.

Lyfjastofnun hefur gefið út leiðarvísi um lyfjaauglýsingar.

Stjórnvaldsákvarðanir

Til að auka gagnsæi í starfsemi stofnunarinnar hefur Lyfjastofnun frá og með 1. janúar 2020 hafið birtingu stjórnvaldsákvarðana á vef sínum í tengslum við lyfjaauglýsingamál, s.s. bann við lyfjaauglýsingum eða áminningar sem stofnunin veitir.

Vakin er athygli á að birtingin mun bara taka til ákvarðana sem teknar eru frá og með fyrsta birtingardegi.

UmfjöllunarefniDagsetningSkjal
Botox auglýsingar á FacebookMars 2020Bréf
Dolorin auglýsingaborði á vefMars 2020Bréf
Ibuprofen Bril auglýsing á knattspyrnuvelliMars 2020Bréf
Var efnið hjálplegt Nei

Hvað þarf að laga?