Kineret (anakinra)

Kineret 100 mg/0,67 ml stungulyf, lausn í áfylltri sprautu fékk þann 17. desember nýja ábendingu, sem meðferð við kórónuveirusjúkdómi 2019 (COVID-19) hjá fullorðnum sjúklingum með lungnabólgu sem þurfa á súrefnisgjöf að halda (lág- og háflæðissúrefni) þegar hætta er á versnun yfir í alvarlega öndunarbilun, sem ákvarðast af þéttni leysanlegs úrókínasa-forplasmínvirkjaviðtaka (suPAR) í plasma ≥ 6 ng/ml.

Kineret er þegar á markaði á Íslandi og annars staðar í Evrópu, og hefur nýst við meðhöndlun ýmissa sjúkdóma líkt og iktsýki, lotubundið hitaheilkenni (e. periodic fever syndrome), Crýópýrín-tengt lotubundið heilkenni (e. Cryopyrin-Associated Periodic Syndrome (CAPS)), arfgenga miðjarðarhafssótt og Stills-sjúkdómi.

Lyfið inniheldur anakinra sem hindrar líffræðilega virkni interleukín-1α (IL-1α) og interleukín-1β (IL-1β) með samkeppnisblokkun á bindingu þeirra við interleukín-1 viðtaka af tegund I (IL-1RI). Interleukín-1 (IL-1) er mikilvægt for-bólgu cýtókín sem hefur milligöngu um margar frumusvaranir, þar á meðal þær sem máli skipta við liðhimnubólgu.

Ráðlagður skammtur af Kineret 100 mg gefið einu sinni á sólarhring með inndælingu undir húð í 10 daga.

Síðast uppfært: 23. nóvember 2023
Var efnið hjálplegt Nei

Hvað þarf að laga?


LiveChat