Paxlovid (PF-07321332 og rítónavír)

Paxlovid er veiruhamlandi lyf til inntöku. Það er fyrsta slíka lyfið til inntöku sem fær markaðsleyfi í Evrópusambandinu. Lyfið er lyfseðilsskylt. Markaðsleyfi á Íslandi er væntanlegt í febrúar 2022.

Í lyfinu eru tvö virk innihaldsefni, hvort í sinni töflunni. Virka efnið PF-07321332 minnkar getu SARS-CoV-2 (veirunnar sem veldur COVID-19) til að fjölga sér. Virka efnið rítónavír stuðlar hins vegar að lengri verkun PF-07321332 með því að hægja á niðurbroti þess í líkamanum.

Lyfið er ætlað til meðferðar hjá fullorðnum einstaklingum með COVID-19 sem ekki þurfa á súrefnisgjöf á halda, en eru í aukinni hættu að þróa með sér alvarlegan sjúkdóm.

Rannsókn á lyfinu hjá sjúklingum með COVID-19 sjúkdóm sýndi fram á að meðferðin fækkaði marktækt sjúkrahúsinnlögnum og andlátum hjá sjúklingum sem voru með minnst einn áhættuþátt sem jók hættu þeirra á alvarlegum COVID-19 sjúkdómi.

Aukaverkanir Paxlovid eru almennt vægar. Hins vegar milliverkar rítónavír við mörg önnur lyf og því verða varnaðarorð og leiðbeiningar því tengdu í lyfjatextum þess (SmPC og fylgiseðli).

Síðast uppfært: 23. nóvember 2023
Var efnið hjálplegt Nei

Hvað þarf að laga?


LiveChat