Ákvarðanir um verð og greiðsluþátttökumál

Lyfjastofnun gegnir því hlutverki að ákvarða hámarksverð í heildsölu og smásölu á ávísunarskyldum lyfjum, öllum dýralyfjum og greiðsluþátttöku lyfja. Lyfjastofnun flokkar einnig hvort lyf eru leyfisskyld eða almenn auk þess að raða sambærilegum lyfjum í viðmiðunarverðflokka. Þá annast Lyfjastofnun útgáfu lyfjaverðskrár. Ákvarðanir Lyfjastofnunar í málaflokknum eru birtar í lyfjaverðskrá og í listum á vef stofnunarinnar. Sjá nánar neðst á þessari síðu.

Ákvarðanir um leyfisskyldu og greiðsluþátttöku

Lyfjastofnun tekur ákvörðun um hvort lyf skuli skilgreint sem leyfisskylt og hvort það hafi greiðsluþátttöku að fenginni umsögn lyfjanefndar Landspítala. Ákvarðanir um leyfisskyld lyf og ábendingar með samþykktri greiðsluþátttöku eru birtar hér.

Leyfisskyld lyf og ábendingar með samþykktri greiðsluþátttöku

Leyfisskyld lyf og ábendingar með samþykktri greiðsluþátttöku ákvarðað af Lyfjastofnun frá og með 1.1. 2021 xlsx, 81 kb

Leyfisskyld lyf og ábendingar með samþykktri greiðsluþátttöku ákvarðað af lyfjagreiðslunefnd fram til 31.12.2020 xls, 153 kb

Yfirlit yfir öll leyfisskyld lyf er birt í lyfjaverðskrá.

Ákvarðanir um verð- og greiðsluþátttöku almennra lyfja

Lyfjastofnun ákveður hvort sjúkratryggingar taki þátt í að greiða almenn lyf sem eru á markaði hér á landi að höfðu samráði við Sjúktratryggingar Íslands.

Ákvarðanir um verð- og greiðsluþátttökumál almennra lyfja frá 1.1.2021 xlsx, 42 kb

Röðun í viðmiðunarverðflokka

Lyfjastofnun raðar samheitalyfjum, líftæknilyfjahliðstæðum og lyfjum með sambærileg meðferðaráhrif í viðmiðunarverðflokka til ákvörðunar greiðsluþátttöku sjúkratrygginga auk lyfja án greiðsluþátttöku. Viðmiðunarverðflokkarnir eru ígildi skiptiskrár. Framkvæmd röðunar er samkvæmt verklagi sem birt er á vef Lyfjastofnunar og upplýsingar birtast í lyfjaverðskrá. Víki stofnunin frá almennu verklagi við röðun í viðmiðunarverðflokka birtast upplýsingar í frávikalista.

Áætlun um birtingu ákvarðana um verð- og greiðsluþátttökumál

ÁkvarðanirBirting 
Verðumsóknir• Lyfjaverðskrá 
Greiðsluþátttaka almennra lyfja• Lyfjaverðskrá • Dálkur S „Greiðsluhlutur SÍ“
Einstaklingsbundin greiðsluþátttaka í almennum lyfjum• Lyfjaverðskrá • Dálkur AW „Ákvörðun LST um greiðsluþátttöku“*
Greiðsluþátttaka lausasölulyfja• Lyfjaverðskrá • Verð í dálki AS „Greiðsluþátttökuverð“
Skilyrt greiðsluþátttaka almennra lyfja• Listi á vefsíðu Lyfjastofnunar • „Skilyrt greiðsluþátttaka dags dd.mm.áááá“, birtur samhliða útgáfu lyfjaverðskrár
Leyfisskylda lyfja• Listi á vefsíðu
Lyfjastofnunar  
• Lyfjaverðskrá
 • „Leyfisskyld lyf og ábendingar með samþykktri greiðsluþátttöku ákvarðað af  Lyfjastofnun frá og með 1.1.2021“, uppfært að jafnaði hálfsmánaðarlega
• Dálkur W „Leyfisskyld lyf“
Greiðsluþátttaka leyfisskyldra lyfja• Listi á vefsíðu
Lyfjastofnunar  
• Lyfjaverðskrá
 • „Leyfisskyld lyf og ábendingar með samþykktri greiðsluþátttöku ákvarðað af Lyfjastofnun frá og með 1.1.2021“, uppfært að jafnaði hálfsmánaðarlega
• Dálkur AW „Ákvörðun LST um greiðsluþátttöku“*
Röðun í viðmiðunarverðflokka• Lyfjaverðskrá
• Frávik frá verklagi í lista á vefsíðu Lyfjastofnunar
 • Dálkur AD „Viðmiðunarverðflokkur“
• „Röðun í viðmiðunarverðflokka
Niðurfelling úr lyfjaverðskrá vegna birgðaskorts• Listi á vefsíðu Lyfjastofnunar • „Mánuður, ár
Aðrar ákvarðanir og merkingar er varða upplýsingagjöf sem fram fer í lyfjaverðskrá• Lyfjaverðskrá
• Listi á vefsíðu Lyfjastofnunar
 • Ýmsir dálkar lyfjaverðskrár
• „Helstu breytingar“, birtar samhliða útgáfu lyfjaverðskrár
Höfnun umsókna um greiðsluþátttöku, leyfisskyldu, röðun o.þ.h. Aðrar ótilgreindar ákvarðanir.• Listi á vefsíðu Lyfjastofnunar • Aðrar ákvarðanir Lyfjastofnunar í tengslum við verð- og greiðsluþátttökumál
Fyrirkomulag og niðurstaða verðendurskoðunar og endurskoðunar á greiðsluþátttöku• Fréttir á vefsíðu
Lyfjastofnunar
• Samráð við fulltrúa
hagsmunaaðila
 
Síðast uppfært: 4. apríl 2024
Var efnið hjálplegt Nei

Hvað þarf að laga?


LiveChat