Ákvarðanir um verð og greiðsluþátttökumál

Lyfjastofnun tekur ákvarðanir um lyfjaverð með markmið lyfjalaga að leiðarljósi um að notkun lyfja hér á landi byggist á skynsamlegum og hagkvæmum grunni, ásamt því að ákveða greiðsluþátttöku eftir því sem við á samkvæmt lyfjalögum og reglugerðum settum á grundvelli þeirra.

Ákvarðanir um leyfisskyldu og greiðsluþátttöku

Lyfjastofnun tekur ákvörðun um hvort lyf skuli skilgreint sem leyfisskylt að fenginni umsögn lyfjanefndar Landspítala. Ákvarðanir um leyfisskyld lyf og ábendingar með samþykktri greiðsluþátttöku eru birtar hér.

Leyfisskyld lyf og ábendingar með samþykktri greiðsluþátttöku

Leyfisskyld lyf og ábendingar með samþykktri greiðsluþátttöku ákvarðað af Lyfjastofnun frá og með 1.1. 2021 xlsx, 44 kb

Leyfisskyld lyf og ábendingar með samþykktri greiðsluþátttöku ákvarðað af lyfjagreiðslunefnd fram til 31.12.2020 xls, 144 kb

Þegar Lyfjastofnun metur hvort lyf getur talist leyfisskylt er jafnan horft til tveggja þátta:

  • Hvort lyfið sé kostnaðarsamt
  • Hvort lyfið sé vandmeðfarið, krefjist sérfræðiþekkingar og/eða aðkomu heilbrigðisstarfsfólks hvort heldur er vegna gjafar, eftirlits með sjúklingi eða notkun.

Yfirlit yfir öll leyfisskyld lyf er birt í lyfjaverðskrá.

Ákvarðanir um verð- og greiðsluþátttöku almennra lyfja

Ákvarðanir um verð- og greiðsluþátttökumál almennra lyfja frá 1.1.2021 xlsx, 22 kb

Var efnið hjálplegt Nei

Hvað þarf að laga?


LiveChat