Regkirona (regdanvimab)

Regkirona(regdanvimab) er ætlað til meðferðar hjá fullorðnum sjúklingum með COVID-19 sem þurfa ekki súrefnisgjöf og eru í aukinni hættu á að versna og fá svæsinn COVID-19 sjúkdóm.

Lyfið inniheldur regdanvimab sem er raðbrigða IgG1 einstofna mótefni úr mönnum, framleitt með rafbrigðaerfðatækni í eggjastokkum kínverskra hamstra.

Lyfið er gefið með innrennsli í bláæð en ráðlagður skammtur fyrir fullorðna er 40 mg/kg. Lyfið skal gefa innan 7 daga frá því einkenni COVID-19 koma fyrst fram.

Einungis má gefa lyfið þar sem heilbrigðisstarfsfólk hefur greiðan aðgang að viðeigandi búnaði til endurlífgunar og lyfjum til að meðhöndla veruleg innrennslisviðbrögð, þar á meðal bráðaofnæmi og þar sem hægt er að hafa klínískt eftirlit með sjúklingum á meðan lyfjagjöf stendur og fylgjast með þeim í að minnsta kosti 1 klukkustund eftir að innrennsli lýkur.

Síðast uppfært: 23. nóvember 2023
Var efnið hjálplegt Nei

Hvað þarf að laga?


LiveChat