Lyfjastofnun – Forsíða

Gæði og öryggi lyfja og lækningatækja fyrir sjúklinga og almenning

Apótek

Breytt fyrirkomulag varðandi undanþágur frá mönnun apóteka

Framvegis skal sækja um undanþágu í gegnum Ísland.is. Ekki er lengur stuðst við viðmiðunarreglur heldur verður hver umsókn metin sjálfstætt

Lyfjaskortur

Kerfi til að skima fyrir lyfjaskorti í Evrópu innleitt á næstu vikum

Kerfinu er ætlað að safna upplýsingum í forvarnarskyni og markaðsleyfishöfum verður skylt að nota það

Nýjustu fréttir

Yfirfærslutímabili CTIS lýkur 30. janúar 2025

Klínískar rannsóknir sem skráðar voru samkvæmt eldra kerfi þarf að flytja yfir í samevrópsku gáttina CTIS, verði þeim fram haldið eftir lok janúar 2025. Þetta þarf að gerast fyrir 30. janúar 2025, að öðrum kosti þarf að stöðva rannsóknirnar

ESMP - aðlögunartímabilið er hafið

ESMP er kerfi til að skima fyrir og fá yfirsýn yfir lyfjaskort á EES-svæðinu, og verður tekið í notkun í febrúar 2025. Lyfjastofnun Evrópu verður með netnámskeið fyrir markaðsleyfishafa um notkun kerfisins miðvikudaginn 20. nóvember

Opnunartími hjá Lyfjastofnun yfir hátíðarnar

Opnunartími Lyfjastofnunar yfir hátíðarnar verður með svipuðu sniði og fyrri ár. Afgreiðsla stofnunarinnar verður lokuð á tímabili lágmarksþjónustu, en símtalsbeiðnum og netspjalli verður þó sinnt þá daga

Jafnlaunaúttekt hjá Lyfjastofnun

Niðurstöður leiða í ljós að launamunur milli kynja er innan viðmiðunarmarka

Afhverju eru markaðsleyfi lyfja felld niður eða lyf tekin af markaði? Í stuttu máli er það ákvörðun markaðsleyfishafa hvort lyf sem fengið hefur markaðsleyfi er síðan markaðssett eða ekki.

75

Apótek á landinu

Lyfjastofnun annast eftirlit með öllum apótekum og lyfjasölum ásamt útibúum þeirra.
2.919

Lyf á markaði

Lyf má setja á markað að fengnu markaðsleyfi frá Lyfjastofnun.
3.720

Fjöldi lyfjapakkninga í verðskrá

Pakkningar lyfja sem eru með markaðsleyfi og á markaði á Íslandi. Upplýsingar um þær má nálgast á vef sérlyfjaskrár.

LiveChat