Lyfjastofnun – Forsíða

Gæði og öryggi lyfja og lækningatækja fyrir sjúklinga og almenning

Lyf

Notkun parasetamóls á meðgöngu óbreytt

Engin ný gögn gefa ástæðu til að ætla að notkun parasetamóls valdi einhverfu ófæddra barna. Ef spurningar vakna um lyfjanotkun á meðgöngu ætti að leita ráða hjá lækni, hjúkrunarfræðingi eða lyfjafræðingi.

Fölsuð lyf

Neytendur varaðir við auknu framboði ólöglegra lyfja

Framboð ólöglegra sykursýkis- og ofþyngdarlyfja hefur aukist mjög. Afleiðingar þess að nota ólögleg lyf geta verið alvarlegar.

Nýjustu fréttir

JA STOCKPILE – samstarfsverkefni Evrópuríkja til að efla viðbragð við heilsufarsógnum hafið 

Lyfjastofnun og sóttvarnalæknir taka þátt í samstarfi 25 landa 

Unnið í sameiningu að því að draga úr áhrifum lyfjaskorts

Á fundi Lyfjastofnunar með hagsmunaaðilum í síðustu viku voru m.a. kynntar nýjungar í miðlun upplýsinga um lyfjaskort. Fundurinn þótti takast með ágætum

DHPC bréf - Rybelsus (semaglútíð til inntöku)

Hætta á mistökum við lyfjagjöf vegna tilkomu nýrra styrkleika með auknu aðgengi. Tímabundið verða báðar gerðir styrkleika á markaði samtímis.

Leiðbeiningar um öryggisupplýsingar hafa verið uppfærðar

Uppfærslan snýr m.a. að rafrænni dreifingu upplýsinganna

Afhverju eru markaðsleyfi lyfja felld niður eða lyf tekin af markaði? Í stuttu máli er það ákvörðun markaðsleyfishafa hvort lyf sem fengið hefur markaðsleyfi er síðan markaðssett eða ekki.

76

Apótek á landinu

Lyfjastofnun annast eftirlit með öllum apótekum og lyfjasölum ásamt útibúum þeirra.
2.885

Lyf á markaði

Lyf má setja á markað að fengnu markaðsleyfi frá Lyfjastofnun.
3.708

Fjöldi lyfjapakkninga í verðskrá

Pakkningar lyfja sem eru með markaðsleyfi og á markaði á Íslandi. Upplýsingar um þær má nálgast á vef sérlyfjaskrár.

LiveChat