Upplýsingar um COVID-19 próf

COVID-19 próf eru af nokkrum gerðum og hér fyrir neðan má sjá skilgreiningu þeirra:

  • Kjarnsýrupróf (PCR test) Mælir veiruna sjálfa, þ.e. hvort viðkomandi er með veiruna í líkamanum. Þessi próf taka lengri tíma en mótefnavakapróf, en eru öruggari og nákvæmari þar sem sýni eru unnin á rannsóknarstofu með búnaði sem greinir með meiri næmni.
  • Mótefnapróf (Antibody test eða serology test) Mælir mótefni IgG og IgM í blóði, þ.e. mælir hvort viðkomandi hafi sýkst og myndað mótefni gegn veirunni.
  • Mótefnavakapróf (Antigen test) Mælir veiruna sjálfa, þ.e. hvort viðkomandi er með veiruna í líkamanum. Niðurstöður geta legið fyrir innan fárra mínútna. Prófin eru sambærileg PCR kjarnsýruprófum, en eru hraðvirkari og ódýrari. Óvissuþáttur þeirra er þó aðeins hærri m.t.t. falskra neikvæðra prófa.

Mótefnapróf og mótefnavakapróf eru af þremur gerðum:

  • Próf til notkunar á rannsóknarstofum
  • Hraðpróf til notkunar á læknastofum
  • Sjálfspróf til heimanotkunar

Markaðssetning og gæðakröfur fyrir COVID-19 próf falla undir reglugerð ESB 2017/746 um lækningatæki til sjúkdómsgreiningar í glasi og fer Lyfjastofnun með eftirlit með lækningatækjum sem falla undir reglugerðina.


Sjálfspróf
Einstaklingum er heimilt að nota fyrir sjálfa sig CE-vottuð sjálfspróf til greiningar á SARS-CoV-2 veirunni. Þau próf skulu vera markaðssett sem slík. Notkun skal vera í samræmi við ætluð not og leiðbeiningar framleiðanda. Sjálfsprófum skulu fylgja notkunarleiðbeiningar á íslensku.

Síðast uppfært: 9. janúar 2024
Var efnið hjálplegt Nei

Hvað þarf að laga?


LiveChat