Eftirritunarskyld lyf til eyðingar
Samkvæmt. 5. gr. reglugerðar nr. 233/2001 um ávana- og fíkniefni og önnur eftirlitsskyld efni skulu fyrnd og ónýt eftirritunarskyld lyf úr birgðum lyfjabúða send Lyfjastofnun til eyðingar. Einnig kemur fram að óheimilt sé að eyða ávana- og fíkniefnum nema í samráði við Lyfjastofnun og að viðstöddum starfsmanni stofnunarinnar. Framangreint ákvæði 5. gr. reglugerðarinnar gildir einnig um heilbrigðisstofnanir.
Apótek og heilbrigðisstofnanir skulu senda Lyfjastofnun eftirritunarskyld lyf til eyðingar með ábyrgðarpósti. Afmá skal persónugreinanlegar upplýsingar af lyfjunum áður en þau eru send stofnuninni.
Leiðbeiningar
Áður en lyfin eru send skulu eftirlitsþegar fara inn á Mínar síður á vef Lyfjastofnunar, fylla þar inn í formið Eftirritunarskyld lyf send til eyðingar, og setja auk þess fylgibréf í viðhengi þar sem tilgreint er um hvaða lyf ræðir og í hvaða magni. Vinsamlega munið eftir að setja fylgibréfið með í sendinguna til Lyfjastofnunar.
Um leið og eftirlitsþegi ýtir á „senda“ birtist eftirfarandi texti í samskiptaglugga:
Lyfjastofnun hefur móttekið tilkynningu um skil á eftirritunarskyldum lyfjum til eyðingar. Stofnunin mun staðfesta með tölvupósti þegar sendingin hefur verði móttekin. Hafi sending ekki borist innan 10 daga verður ítrekun send á netfang sendanda.”
Auk þess birtist móttökunúmer í samskiptaglugganum og skal skrá það númer utan á sendinguna. Ef lyf frá fleiri en einni stofnun eru send saman er mikilvægt að skrá öll móttökunúmerin utan á sendinguna.
Lyfjastofnun getur ekki tekið við fyrndum lyfjum til eyðingar hafi sendingin ekki verið skráð gegnum Mínar síður.