Tilkynna aukaverkun lyfs

Allir geta tilkynnt aukaverkun lyfs til Lyfjastofnunar

Hér fyrir neðan eru eyðublöð vegna aukaverkanatilkynninga sem er hægt að fylla út hér á vefnum og senda beint til Lyfjastofnunar að lokinni útfyllingu.

Afar mikilvægt er að nota vefeyðublaðið svo gæta megi varúðar við meðferð persónuupplýsinga. Einnig til að tryggja að þær upplýsingar sem þörf er á skili sér. Í undantekningartilfellum, þar sem notendur geta af einhverjum sökum ekki tilkynnt um aukaverkun með því að fylla út eyðublaðið á vefnum, geta starfsmenn stofnunarinnar aðstoðað við útfyllingu eyðublaðsins í gegnum síma. Ef upp koma vandamál má hafa samband við [email protected]

Vinsamlega athugið að allar upplýsingar sem berast Lyfjastofnun eru skráðar í málakerfi stofnunarinnar. Skylt er að afhenda þær Þjóðskjalasafni til varðveislu skv. lögum um opinber skjalasöfn. Vinsamlegast takmarkið persónuupplýsingar við það sem nauðsynlegt er til þess að leysa úr erindinu.

Ekki samskiptaform

Lyfjastofnun svarar ekki hverjum og einum sem tilkynnir grun um aukaverkun og tilkynningaformið er ekki ætlað sem fyrirspurnarform. Ef þörf er á frekari upplýsingum gæti verið að haft verði samband við þann sem tilkynnir.

Vinsamlega athugið!

Vinsamlega athugið að ef þörf er á ráðleggingum eða læknisaðstoð vegna tilfella í kjölfar lyfjanotkunar eða bólusetningar er bent á heilsugæsluna, læknavaktina eða bráðamóttöku (í neyð).

Bótaréttur þeirra sem verða fyrir líkamstjóni vegna bólusetningar gegn COVID-19

Samkvæmt lögum nr. 111/2000 um sjúklingatryggingu greiða Sjúkratryggingar Íslands bætur til þeirra sem verða fyrir líkamstjóni vegna bólusetningar gegn COVID-19 sjúkdómnum. Bótaskyldan nær til þeirra sem fá bólusetningu á Íslandi með bóluefni sem íslensk heilbrigðisyfirvöld leggja til og nær til tjóns sem hlýst af eiginleikum bóluefnisins eða rangri meðhöndlun þess. Sjá nánari upplýsingar um skilyrði bóta á vef Sjúkratrygginga Íslands.

Allar nánari upplýsingar um bætur skv. framangreint veita Sjúkratryggingar Íslands.

 

 

Var efnið hjálplegt Nei

Hvað þarf að laga?


LiveChat