Á listanum má finna upplýsingar um lyf sem tilkynnt hefur verið um að verði ófáanleg á markaði í lengri eða skemmri tíma og muni skorta í apótekum. Sjá nánari skilgreiningu á lyfjaskorti.
Á listanum er einnig að finna, eins og við á, ráðleggingar Lyfjastofnunar til lyfjanotenda, lækna og apóteka í hverju tilfelli ásamt ástæðum skortsins sem gefnar eru af markaðsleyfishafa lyfsins. Í ákveðnum tilfellum hefur stofnunin að auki birt frétt um málið.
Athygli er vakin á að fyrirtæki tilkynna fyrirsjáanlegan lyfjaskort sem kemur fyrir að vari skemur eða lengur en áætlað er, og í ákveðnum tilvikum verður ekki af tilkynntum skorti.
Listinn byggir þannig á þeim tilkynningum sem stofnuninni hafa borist frá markaðsleyfishöfum og /eða umboðsmönnum þeirra.