Merkingar lyfja eru sem hér segir:
H-merking
Markaðsleyfi lyfsins/pakkningarinnar er bundin við notkun á sjúkrahúsum eða öðrum heilbrigðisstofnunum. H-merking nær til lyfja sem notuð eru á heilbrigðisstofnunum, þar sem fyrir hendi er nauðsynleg þekking, aðstaða og búnaður sem er forsenda notkunar lyfjanna.
Z-merking
Markaðsleyfi lyfsins/pakkningarinnar miðast við að eingöngu sérfræðingar í tilteknum sjúkdómum eða undirgrein læknisfræði ávísi lyfinu.
X-merking
Lyfið/pakkningin er eftirritunarskylt. Hætta er á misnotkun og um ávísun lyfsins gilda ákveðnar reglur.
R-merking
Lyfið/pakkningin er lyfseðilsskyld.
L-merking
Lyfið/pakkninguna má kaupa án lyfseðils (lyfið er lausasölulyf).
G-merking
SÍ tekur þátt í að greiða lyfið.
0-merking
Ekki hefur verið sótt um greiðsluþáttöku lyfsins. Sjá reglur um einstaklingsbundna greiðsluþáttöku, lyfjaskírteini, sbr. 12. gr. reglugerðar nr. 1143/2019 um greiðsluþátttöku sjúkratrygginga í lyfjakostnaði.