Leyfisskyld starfsemi
Leyfisskyld starfsemi
Lyfjastofnun annast faglegt eftirlit með starfsemi lyfjabúða, lyfjaheildverslana og lyfjagerða og eftirlit með handhöfum markaðsleyfa lyfja og umboðsmönnum þeirra og annarra fyrirtækja, stofnana og einstaklinga er selja, framleiða, flytja inn eða búa um lyf og skyldar vörur.
![](https://www.lyfjastofnun.is/wp-content/uploads/2020/10/gamalt_laeknadot-scaled-810x515-c-default.jpg)
Listi yfir apótek og lyfjasölur á Íslandi.
Listi yfir netapótekListi yfir netapótek á Íslandi.
Lyfjaheildsala og dreifingListi yfir fyrirtæki sem hafa heimild til lyfjainnflutnings og/eða heildsöludreifingar lyfja á Íslandi.
Ávana og fíkniefniInn- og útflutningur ávana- og fíkniefna er háður leyfum útgefnum af Lyfjastofnun.
![](https://www.lyfjastofnun.is/wp-content/uploads/2020/10/apotek_afgreidsla-1-scaled-810x0-c-default.jpg)
Skráning netverslunar með lyf
Upplýsingar um hverjir geta sótt um leyfi til að starfrækja netverslun með lyf og um skráningarferlið.
![](https://www.lyfjastofnun.is/wp-content/uploads/2020/10/rupixen-com-q59hmzk38eq-unsplash-scaled-810x0-c-default.jpg)
Kaup í netapóteki
Upplýsingar fyrir neytendur um reglurnar og hagnýtar upplýsingar í tengslum við kaup á lyfjum í netverslunum.
Leyfi til innflutnings fullgerðra lyfja og lyfjaefna til dreifingar í heildsölu hafa þeir einir sem til þess hafi hlotið leyfi Lyfjastofnunar. Sækja þarf um leyfi til að stunda innflutning og heildsöludreifingu á lyfjum til Lyfjastofnunar.
Lyfjaskil - fyrir þig og umhverfið!
Lyf geta valdið skaða á umhverfinu og mega aldrei fara í rusl, vask eða klósett. Sum lyf hafa neikvæð áhrif á lífríki ef þau komast út í náttúruna. Lyfjum skal því skila í apótek til eyðingar.
Samkvæmt reglugerð um öryggisþætti á umbúðum mannalyfja ber lyfjaheildsölum hér á landi að sannprófa öryggisþætti og óvirkja einkvæmt auðkenni lyfja þegar þau eru afhent tilteknum aðilum sem hafa heimild til lyfjakaupa í heildsölu hér á landi.
![](https://www.lyfjastofnun.is/wp-content/uploads/2020/10/pillubox-scaled-e1603809225308-700x400-c-default.jpg)
![](https://www.lyfjastofnun.is/wp-content/uploads/2020/10/rannskonir2-scaled-810x0-c-default.jpg)
Gæðastaðlar
Öll meðhöndlun og umsýsla lyfja s.s. framleiðsla, innflutningur, dreifing, notkun, verkun og tilraunir með lyf lúta ákveðnum skilgreindum gæðastöðlum.
![](https://www.lyfjastofnun.is/wp-content/uploads/2020/10/kona_i_apoteki-scaled-810x0-c-default.jpg)
Öryggisþættir lyfja
Reglugerð um öryggisþætti á umbúðum mannalyfja er ætlað að tryggja rekjanleika lyfjapakkninga á Evrópska efnahagssvæðinu þannig að fölsuð lyf berist ekki inn í aðfangakeðju og að lokum til neytenda.