Markmið
Laun skulu vera ákvörðuð út frá kjara- og stofnanasamningum og þeim kröfum sem störf gera óháð kyni.
Jafnlaunastefnan er jafnframt launastefna Lyfjastofnunar.
Umfang
Jafnlaunastjórnunarkerfið nær til alls starfsfólks með ráðningarsamning við Lyfjastofnun. Jafnlaunastjórnunarkerfið nær ekki til verktaka eða annarrar útseldrar þjónustu.
Ábyrgð og hlutverk
Forstjóri ber ábyrgð á jafnlaunastjórnunarkerfi Lyfjastofnunar og að það sé í samræmi við lög um jafna stöðu og jafnan rétt kynjanna nr. 150/2020. Mannauðsstjóri er fulltrúi stjórnenda varðandi jafnlaunastjórnunarkerfið og er ábyrgur fyrir innleiðingu og viðhaldi þess í samræmi við staðalinn ÍST 85 og skal starfsfólk leita til hans með athugasemdir eða fyrirspurnir.
Stefnumið
Lyfjastofnun skuldbindur sig til að:
- Innleiða vottað jafnlaunastjórnunarkerfi sem byggist á staðlinum ÍST 85, skjalfesta og viðhalda með stöðugum umbótum, eftirliti og viðbrögðum.
- Fylgja viðeigandi lagalegum kröfum og öðrum kröfum sem í gildi eru og áhrif hafa á jafnlaunastjórnunarkerfið og staðfesta árlega að þeim sé hlítt.
- Framkvæma árlega launagreiningu þar sem borin eru saman sömu eða jafnverðmæt störf og þannig kanna hvort óútskýrður kynbundinn launamunur mælist á launum eftir kyni og kynna helstu niðurstöður fyrir starfsfólki sem er til úttektar nema persónuverndarhagsmunir mæli gegn því.
- Bregðast við frábrigðum með stöðugum umbótum og eftirliti.
- Gera innri úttekt á öllum útgefnum skjölum sem tilheyra jafnlaunastjórnunarkerfi eigi sjaldnar en á þriggja ára fresti.
- Halda rýni stjórnenda árlega þar sem jafnlaunamarkmið eru sett fram og rýnd.
- Kynna stefnuna fyrir öllu starfsfólki stofnunarinnar og hafa aðgengilega á vefsíðu stofnunarinnar.
4. útgáfa 9. desember 2021