Útgefið efni
Útgefið efni
Meðal útgefins efnis Lyfjastofnunar er sérlyfjaskrá á netinu, ýmsir listar um lyf, hlaðvarp, ársskýrslur stofnunarinnar og fræðslugreinar.
- Lyf með markaðsleyfi
- ATC flokkun lyfja
- Ávana og fíknilyf
- O.fl. listar
Ýmsar fræðslugreinar um lyf, lyfjanotkun o.fl.
HlaðvarpLyfjastofnun gefur út hlaðvarpsþætti sem fjalla um lyf frá hinum ýmsu sjónarhornum.
LeiðbeiningarLyfjastofnun hefur gefið út ýmsar leiðbeiningar fyrir eftirlitsþega stofnunarinnar.
Hlaðvarp Lyfjastofnunar
Hlaðvarpið heitir Hlaðvarp Lyfjastofnunar og þættirnir eru aðgengilegir í helstu efnisveitum, s.s. Spotify, Apple Podcasts og Soundcloud. Hver sem er getur gerst áskrifandi að þáttunum án endurgjalds.
Ársskýrslur Lyfjastofnunar
Lyfjastofnun gefur út ítarlega ársskýrslu á hverju ári þar sem fram koma upplýsingar um helstu verkefni hvers árs. Ársskýrslur síðustu ára eru aðgengilegar á vefnum.
Lyfjastofnun gefur út margvíslegar fréttir í hverri viku sem eru birtar á vefnum. Hægt er að gerast áskrifandi að póstlista stofnunarinnar án endurgjalds. Rafrænt fréttabréf er sent áskrifendum á hverjum fimmtudagsmorgni.
Stoðskrá lyfja
Lyfjastofnun hefur hafið útgáfu stoðskrár lyfja sem ætlað er að stuðla að skilvirkri og öryggri lyfjanotkun. Upplýsingarnar í stoðskránni eru fyrst og fremst sniðnar að þörfum heilbrigðisstarfsfólks og starfsfólks apóteka sem geta nýtt upplýsingar úr stoðskránni t.d. við ávísun lyfja, afgreiðslu þeirra og/eða lyfjadreifingu. Stoðskráin er aðgengileg öllum.
Stoðskráin inniheldur upplýsingar um þau lyf sem eru fáanleg á Íslandi. Bæði lyf sem eru markaðssett en einnig óskráð lyf sem lyfjagreiðslunefnd hefur samþykkt verð fyrir. Í skránni eru einnig upplýsingar um hvaða pakkningar eru fáanlegar og hvaða lyfi þær tilheyra. Sömuleiðis er hægt að sjá minnstu einingu pakkningar í stoðskránni. Heilbrigðisstofnanir gætu t.d. nýtt skrána í starfi sínu t.d. við ávísanir og lyfjagjöf eða sem verkfæri við birgðastýringar og pantanagerð.
Þannig er tekið til í lyfjaskápnum
Fylgið þessum ráðum við tiltekt í lyfjaskáp heimilisins.
Þannig er best að geyma lyf á heimilum
Góð ráð um örugga geymslu lyfja á heimilum. Ef þessum ráðum er fylgt dregur það úr hættu á að börn eða aðrir taki inn lyf fyrir slysni.